Fréttir

Elías Gunnar verður skólastjóri Giljaskóla

Elías Gunnar Þorbjörnsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Giljaskóla og tekur til starfa þar 1. febrúar 2023. Elías er menntaður grunnskólakennari og með meistarapróf í stjórnun menntastofnana. Hann hefur verið skólastjóri við Lundarskóla síðastliðin 10 ár. Við bjóðum Elías Gunnar velkominn í Giljaskóla. Vala Stefánsdóttir verður starfandi skólastjóri þar til Elías tekur við.
Lesa meira

Heimsókn Dr. Bryony Mathew

Á þriðjudaginn síðasta fékk 4. bekkur mjög ánægjulega og áhugaverða heimsókn. Breski sendiherrann á Íslandi, Dr. Bryony Mathew ásamt tveimur starfsmönnum sendiráðsins komu hingað í Giljaskóla og heimsótti nemendur 4. bekkjar til að ræða við þá um spennandi störf framtíðarinnar.
Lesa meira

5. bekkur safnar birkifræjum vegna landsátaks í söfnun og sáningu birkifræs

Nemendur 5. bekkjar í Giljaskóla söfnuðu í dag birkifræjum í tengslum við landsátak í söfnun og sáningu birkifræs sem hófst haustið 2020. Íslensk stjórnvöld stefna að því að stækka birkiskóga landsins, en markmið Íslands er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins en í dag vaxa birkiskógar aðeins á 1,5% landsins. Það að taka þátt í verkefninu gefur unga fólkinu okkar færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni www.birkiskogur.is
Lesa meira

Guðríður tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna

Guðríður Sveinsdóttir, kennari við Giljaskóla, hefur verið tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi kennari. Það er mikill heiður fyrir kennara að fá slíka tilnefningu og við getum svo sannarlega verið stolt af Guðríði og vitum að viðurkenningin er verðskulduð. Afhending verðlaunanna fer fram á Bessastöðum miðvikudaginn 2. nóvember.
Lesa meira

Fundargerð foreldrafélagsins

Hér má sjá fundargerð frá síðasta stjórnarfundi Foreldrafélagsins sem var haldinn 29. sept. 2022
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Foreldrafélagið boðar til aðalfundar mánudaginn 17 oktober kl 20:00 í sal Giljaskóla. Nánari dagskrá verður send í tölvupósti til foreldra þegar nær dregur.
Lesa meira

Framhaldssaga á netinu

Í dag, 3. okt., hófst hin æsispennandi og hrollvekjandi framhaldssaga Dauð viðvörun eftir Ævar Þór Benediktsson á síðunni https://www.skolaslit.is/ Athugið að sagan hentar ekki viðkvæmum sálum né ungum börnum. Hún er talin henta best fyrir mið- og unglingastig. Nýr kafli kemur inn hvern virkan dag í október. Hægt að lesa og hlusta undir flipanum sagan á vefsíðunni. Bókin með sögunni síðan í fyrra er komin út og mætt á safnið! Góða skemmtun!
Lesa meira

Rave-ball

Posi á staðnum
Lesa meira

Nemendur tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Í dag, miðvikudaginn 28. september, tóku nemendur Giljaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ en hlaupið hefur verið árlegur viðburður hjá okkur undanfarin ár. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skóla til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Það var stemning í nemendum og starfsfólki, enda veðrið gott og úrvals tónlist í græjunum. Eftir hlaupið var nemendum boðið að gæða sér á ávöxtum. Okkur reiknast til að nemendur Giljaskóla hafi hlaupið samtals um 1260 km. í dag. Glæsilegur árangur það!
Lesa meira