Fréttir

Leikhópurinn Lotta með sýningu

Leikhópurinn Lotta kom til okkar í heimsókn í morgun og voru með söngvasyrpu fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Tvær ævintýrapersónur voru með atriði úr ævintýraskógi Lottu þar sem sprell, söngur og fjör var í fyrirrúmi. Skemmtu nemendur sér vel og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa sýningu.
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar veitti nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli
Lesa meira

Skóladagatal 2023 - 2024

Skóladagatal 2023 - 2024
Lesa meira

Skólahreysti 2023

Skólahreysti fór fram í Höllinni 27. apríl og voru fjórir fulltrúar frá Giljaskóla sem tóku þátt, Alís, Óliver, Ragnhildur og Steinar. Stóðu þau sig mjög vel og lentu í 4. sæti. Vel gert ! Hér má sjá þrautir og úrslit á heimasíðunni skolahreysti.is
Lesa meira

Adel í 7. bekk sigurvegari í vegglistaverkakeppni Braggaparksins

Adel nemandi í 7. bekk stóð uppi sem sigurvegari í vegglistaverkakeppni Braggaparksins. Hann fær að skreyta vegg í Braggaparkinu og þar með bætast í hóp listamannanna Margeirs Dire, Sigþórs V., Hákons Arnar og Osesh One sem nú þegar eiga verk á staðnum. Óskum við honum innilega til hamingju.
Lesa meira

Fiðringur

Nokkrir nemendur Giljaskóla tóku þátt í undankeppni Fiðrings í Tjarnaborg á þriðjudagskvöldið. Magnað og áhrifaríkt atriðið Giljaskóla komst áfram og mun keppa í úrslitum ásamt Glerárskóla, Grunnskóla Fjallabyggðar, Þelamerkurskóla, Borgarhólsskóla, Oddeyrarskóla, Brekkuskóla og Síðuskóla. Úrslitakeppnin verður í Hofi þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20:00. Búið er að opna fyrir almenna sölu á efra svæði - hér er tengillinn: Fiðringur - almenningur https://tix.is/is/mak/event/15340/fi-ringur-2023/
Lesa meira

Útivistardagur 30. mars

Fimmtudaginn 30. mars er nemendum í Giljaskóla boðið í Hlíðarfjall. Eldri nemendum stendur einnig til boða að fara í Skautahöllina eða gönguferð. Ekki verður hefðbundin kennsla þennan dag, en valgreinar verða þó kenndar eftir hádegið. Athugið að hjá sumum nemendum er skóla lokið fyrr en venjulega á fimmtudögum. Allir nemendur í 1.- 4. bekk fara í Hlíðarfjall og mega koma með þotu eða sleða. Þeir geta nýtt sér töfrateppið. Nemendur í þessum árgöngum sem eru færir um að fara sjálfir á skíði / bretti og eiga búnað mega gera það. Nemendur sérdeildar fara allir í skautahöllina og fá foreldrar nánari upplýsingar um fyrirkomulagið frá starfsfólki sérdeildar.
Lesa meira

Árshátíð Giljaskóla

Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 21. mars, miðvikudaginn 22. mars og fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00.
Lesa meira

Starfamessa grunnskólanna

Föstudaginn 3. mars milli kl 9 – 12 í Háskólanum á Akureyri.
Lesa meira