Samfélags- og mannréttindadeild sér um rekstur félagsmiðstöðva sem starfræktar eru við grunnskóla bæjarins. Félagsmiðstöð við Giljaskóla var opnuð um áramót 2005-2006 og hlaut hún nafnið Dimmuborgir.
Á morgnana er húsnæði Dimmuborga opið í umsjá Birnu S. Baldursdóttur. Þangað geta nemendur leitað þegar gefa þarf frí í tímum m.a. vegna veikinda kennara.
Þar geta nemendur hreiðrað um sig í sófum og horft á sjónvarp og farið í tölvur. Einnig er borðtennis- og billjardborð í anddyrinu sem hægt er að spila á.
Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna tómstunda- og félagsmálum utan hefðbundins skólatíma. Markhópur félagsmiðstöðvanna er unglingar í 8. - 10. bekk. Einnig er í boði opið starf og klúbbastarf fyrir miðstig grunnskóla.
Félagsmiðstöð á að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi félagsmiðstöðvanna er skipulögð af unglingunum sjálfum í samráði við starfsfólk.
Boðið er upp á fjölbreytta klúbbastarfsemi og opin hús þar sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikilvægt er að börnin og unglingarnir finni að þau séu velkomin og talað sé við þau á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir félagsmiðstöðin ákveðnu forvarnarhlutverki, hvort heldur sem er í gegnum leik eða skipulögðu forvarnastarfi.
Miðstig 5-7.bekkur:
Upplýsinar um opin hús og klúbba á miðstigi má finna hér:
Á facebook undir Félagsmiðstöðvar Akureyrar - MIÐSTIG
Opið starf Dimmuborga 8-10.bekkur:
Opin hús í Dimmuborgum eru öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 20-22
Starfsmenn Dimmuborga:
Miðstig 5-7. Bekkur: Umsjónamenn miðstigs eru Andri Már Mikaelsson og Hulda Ósk Jónsdóttir sérfræðingar í félagsmálum barna
8-10.bekkur: Umsjónamaður Dimmuborga er Arnar Már Bjarnason, forvarna- og félagsmálaráðgjafi í Giljaskóla. Netfang: arnarb@akureyri.is.
Aðrir starfsmenn eru Júlía Birta Baldursdóttir, Sylvía Sól Guðmundsdóttir og Helga Dís Magnúsdóttir