Fréttir

29.11.2019

2. desember - samkoma í tengslum við fullveldisdaginn og skreytingadagur

Mánudaginn 2. des kemur allur skólinn saman í íþróttasal skólans kl. 8.50 til að eiga huggulega stund saman, syngja og hlýða á fróðleik í tengslum við fullveldisdaginn. Að þessu sinni verður þetta ekki sparifatadagur, m.a. vegna þess að þennan dag notum við líka til að föndra og skreyta skólann.
26.11.2019

Heimsókn bæjarfulltrúa

Þann 13. nóvember, komu þrír bæjarfulltrúar í heimsókn. Þeir voru með opinn viðtalstíma fyrir nemendur þar sem þeim gafst kostur á að ræða þau málefni sem þeim brennur á hjarta. Heimsóknin var liður í viðburðum vegna viku barnsins sem haldin var hátíðleg vegna 30 ára afmælis Barnasáttmálans. Nemendur skólans stóðu sig með prýði, þau voru rokkstjörnur! Meðal málefna sem voru rædd, voru umhverfismál, samgöngur, jafnt aðgengi að tómstundum, sorphirðumál og aðstaða
11.11.2019

Barnabókahöfundar í heimsókn

Undanfarið hafa barnabókahöfundar heimsótt Giljaskóla og lesið upp úr nýútkomnum bókum sínum. Nemendur tóku vel á móti höfundum og tilhlökkun er mikil að lesa þessi nýju verk. Nýjar barnabækur verða til sýnis á bókasafninu á aðventunni þar sem þær verða einnig kynntar fyrir hverjum bekk með tilheyrandi jólastemmningu eins og venja er og lánaðar út eftir jólafrí. Þeir höfundar sem komið hafa eru: