Fréttir

29.10.2018

Bingó - Bingó

Bingó verður haldið í sal Giljaskóla fimmtudaginn 1. nóvember kl. 18:30 til styrktar skólaferðalagi 10. bekkjar. Spjaldið kostar 500 kr. og flottir vinningar í boði. Léttar veitingar seldar í hléi. Ath. enginn posi. Allir hjartanlega velkomnir. kveðja, nemendur í 10. bekk.
29.10.2018

Fundur með bekkjarfulltrúum

Foreldrafélagið verður með kynningarfund fyrir bekkjarfulltrúa í Giljaskóla mánudaginn 29.okt. kl. 19:30 Þar mun stjórn foreldrafélagsins fara yfir hvað felst í því að vera bekkjarfulltrúi. Þetta verður stuttur fundur svo vonandi komast sem flestir.
29.10.2018

Hrekkjavökuball 1. - 4. bekkur

10. bekkur Giljaskóla ætlar að halda hrekkjavökuball fyrir nemendur yngsta stigs þriðjudaginn 30. október kl. 16-17:30. Aðgangseyrir er 500 kr. og innifalið er einn miði til spákonu, einn miði í draugahús og einn svali. Ef einhverjir vilja fara fleiri ferðir í draugahúsið og fá fleiri spár frá spákonunni kostar það 100 kr. í hvert skipti. Einnig verður farið í leiki, dansað og haft gaman. Hrekkjavökuballið er búningaball svo við hvetjum alla til að mæta í búningum en það er þó engin skylda. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn að mati dómnefndar. Sjoppa verður opin hluta af ballinu. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með þeim sem þess þurfa. Allur ágóði ballsins rennur í fjáröflunarsjóð 10. bekkjar fyrir skólaferðalagi í vor.