Fréttir

06.05.2021

Skólahreysti

Grunnskólar á norðurlandi kepptu sín á milli í Skólahreysti á Akureyri þriðjudaginn 4. maí. Giljaskóli sendi lið til keppni og fyrir hönd skólans kepptu þau: Upphýfingar og dýfur: Viktor Smári Armbeygjur og hreystigreip: María Sól Hraðabraut: Bergur Örn og Emilía Mist Varamenn: Freydís Jóna og Ingþór Bjarki Þau stóðu sig frábærlega og má nefna að María Sól vann sínar greinar nokkuð örugglega. Giljaskóli endaði í 4. sæti og erum við ákaflega stollt af okkar fólki :)
04.05.2021

Skólahreysti - bein útsending á RÚV í kvöld kl. 20!

Bein útsending verður frá Skólahreysti í kvöld kl. 20:00 á RÚV. Keppendur Giljaskóla eru: Upphýfingar og dýfur: Viktor Smári Sveinsson Armbeygjur og hreystigreip: María Sól Jónsdóttir Hraðabraut: Bergur Örn Ægisson og Emilía Mist Gestsdóttir. Við óskum þeim góðs gengis og hvetjum alla til að horfa á. Áfram Giljaskóli!
29.04.2021

Höldum áfram góðum sóttvörnum

Kæru foreldrar / forráðamenn barna í Giljaskóla Við þurfum áfram að vera á varðbergi gagnvart covid-19. Hér í skólanum reynum okkar besta til að gæta sóttvarna en við þurfum nauðsynlega ykkar samvinnu í þessum efnum áfram. Höfum þrennt alltaf í huga: 1. Ef nemandi sýnir einkenni sem gætu tengst Covid -19, vinsamlega haldið honum heima. 2. Ef einhver fjölskyldumeðlimur er á leið í sýnatöku, vinsamlega sendið börnin ekki í skólann fyrr en niðurstaða er fengin. 3. Látið ritara vita ef um er að ræða veikindi sem tengjast Covid-19. Eins og flestir vita er nú komið eitt virkt smit á Akureyri og því þurfum við að herða okkur og vera vel vakandi. Við biðjum ykkur því að ítreka við börnin ykkar að þau verða að spritta hendur við komu í skólann og þegar þau fara í matsal. Sjá nánar frétt RÚV: https://www.ruv.is/frett/2021/04/29/eitt-smit-stadfest-a-akureyri
24.03.2021

Frá Giljaskóla