Fréttir

19.11.2025

Íslenskir barna- og unglingabókahöfundar

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu geta nemendur nú skoðað kynningu á íslenskum barna- og unglingabókahöfundum sem hangir uppi á bókasafninu.
17.11.2025

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Haldið var upp á dag íslenskrar tungu í dag í Giljaskóla. Hittust nemendur í matsal skólans, hlustuðu á samnemendur lesa um Jónas Hallgrímsson og sungu saman. Fyrst hittust nemendur í 1.-4. bekk, síðan nemendur í 5. og 6. bekk og að lokum 7.-10. bekkur.
17.10.2025

Þemadagar og Giljaskóli 30 ára

Þessa viku hefur mikið gengið á í Giljaskóla, á miðvikudag og fimmtudag voru þemadagar þar sem unnið var með land, sjó og himin og fjöldi verka skapaður auk fræðslu. Á föstudaginn var svo 30 ára afmæli skólans fagnað með nemendum, foreldrum, starfsfólki og góðum gestum.