Fréttir

15.03.2024

Árshátíðir nemenda

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 19. mars, miðvikudaginn 20. mars og fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti (miðinn gildir á allar sýningar). Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það verða posar á staðnum. Aðgangseyririnn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða.
28.02.2024

Skólaþing

Fimmtudaginn 29. febrúar verður skólaþing í Giljaskóla. Þá munu nemendur frá hverjum árgangi eiga fulltrúa, foreldrar og starfsfólk. Við erum full tilhlökkunar en skólaþingið er liður í innra mati skólans og er tilgangurinn með því að gera góðan skóla enn betri út frá röddum allra aðila sem að skólasamfélaginu koma.
28.02.2024

Starfamessa

Fimmtudaginn 29. febrúar er nemendum í 9. og 10. bekk Giljaskóla boðið að koma á starfamessu í Háskólanum á Akureyri frá kl 10 - 11 til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.