Fréttir

20.12.2021

Fréttabréf Giljaskóla

Um leið og við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla sendum við lítið fréttabréf frá stjórnendum skólans.
16.12.2021

Litlu jólin í Giljaskóla

Litlu jólin okkar verða föstudaginn 17. desember. Vegna aðstæðna verða þau með öðru sniði en við erum vön. Nemendur mæta kl. 9.00 og umsjónarkennarar halda utan um jólasamverustund þar sem nemendur geta horft á helgileik 6. bekkjar og tekið þátt í rafrænum fjöldasöng. Litlu jólunum lýkur um 10.30 og Frístund tekur þá við þeim börnum sem þar eru skráð.
08.12.2021

Jólafatadagur á föstudaginn

Næstkomandi föstudag, 10. desember, ætlum við í Giljaskóla að hafa jólafatadag og gaman væri ef nemendur kæmu í jólapeysum, jólasokkum, jólakjólum eða með jólasveinahúfur. Það er ekki verið að tala um spariföt og þetta er að sjálfsögðu val. Höfum gaman í skólanum á aðventunni!