Giljaskólasöngurinn

Giljaskólasöngurinn (Undirspil)

Við syngjum oft og lærum hér um löndin stór og smá.
Um lífið sjálft og ýmislegt sem allir vilja sjá.
Við lesum bækur, lærum ljóð
og leitumst við að vera góð.
Viðlag:
Í Giljaskóla göngum við og geislum eins og sólskinið
o...o...o... o...o...o... o...o...o...
og geislum eins og sólskinið.
Með fróðleik út á lífsins braut við förum héðan senn
og fallegustu minningarnar ylja okkur enn.
Við lesum bækur, lærum ljóð
og leitumst við að vera góð.
Viðlag:
Í Giljaskóla göngum við og geislum eins og sólskinið
o...o...o... o...o...o... o...o...o...
og geislum eins og sólskinið. 

 

Litlujóla söngurinn eftir Ingvar Engilbertsson (Lag: Giljaskólasöngurinn)

Nú augljóst er að allt er hér
með alveg nýjum blæ.
Hvert auga gáska glampa ber
nú gleðin fyllir bæ.

Nú þekkist ekki garg og gól
við gleðjumst nú og höldum jól.
Þó sein á fætur sé nú sól
þá glöð við höldum litlujól

 OOOoooooOOOO

Svo glöð við höldum litlujól. 

Nú fönn með sköflum felur jörð
senn fagna heimur fer.
Úr Giljaskóla gengur hjörð
nú gleðjast allir hér.

Nú þekkist ekki garg og gól
við gleðjumst nú og höldum jól.
Þó sein á fætur sé nú sól
þá glöð við höldum litlujól

 OOOoooooOOOO

Svo glöð við höldum litlujól.