Giljaskólasöngurinn

Við syngjum oft og lærum hér um löndin stór og smá.
Um lífið sjálft og ýmislegt sem allir vilja sjá.
Við lesum bækur, lærum ljóð
og leitumst við að vera góð.
Viðlag:
Í Giljaskóla göngum við og geislum eins og sólskinið
o...o...o... o...o...o... o...o...o...
og geislum eins og sólskinið.
Með fróðleik út á lífsins braut við förum héðan senn
og fallegustu minningarnar ylja okkur enn.
Við lesum bækur, lærum ljóð
og leitumst við að vera góð.
Viðlag:
Í Giljaskóla göngum við og geislum eins og sólskinið
o...o...o... o...o...o... o...o...o...
og geislum eins og sólskinið.

Giljaskólasöngurinn (Undirspil)