06.02.2022
Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Norðurlandi eystra núna seinnipartinn var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að aflýsa á morgun öllu skólahaldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum á grundvelli veðurspár. Búist er við að bæði veðurhæð og aðstæður á okkar svæði verði með þeim hætti að enginn ætti að vera á ferli þegar veðrið gengur yfir. Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald bæði í leik- og grunnskólum Akureyrar og tónlistarskólanum á morgun mánudaginn 7. febrúar. Allt starfsfólk er beðið um að halda kyrru fyrir heima meðan veðrið gengur yfir.
Ákvörðun sem þessi hefur ekki verið tekin áður með þessum hætti en í ljósi þess að búið er að hækka viðbúnaðarstig og helstu sérfræðingar tala fyrir slíkri ákvörðun er þá er hún tekin. Vonandi gengur veðrið yfir á fáum klukkutímum en þar sem reikna má með að það taki nokkra klukkutíma að opna helstu leiðir innanbæjar eftir að veðrinu slotar þá er ólíklegt að ferðafært verði á morgun.
Aðgerðarstjórn mun fylgjast með framvindu mála og senda út tilkynningu þegar óhætt verður að vera á ferli.
Með kveðju,
Karl Frímannsson
sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar
Lesa meira
02.02.2022
Menntastefna Akureyrarbæjar var samþykkt á síðasta ári og vinna skólarnir nú að innleiðingu hennar. Áhersla er lögð á innra mat og umbætur út frá því. Þættir sem liggja þar undir stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og fyrirkomulag innra mats.
Nú er hægt að kynna sér áherslur menntastefnunnar á nýrri heimasíðu hennar, www.menntastefna.akureyri.is
Við hvetjum alla aðila skólasamfélagsins til að kynna sér stefnuna.
Lesa meira
20.12.2021
Um leið og við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla sendum við lítið fréttabréf frá stjórnendum skólans.
Lesa meira
16.12.2021
Litlu jólin okkar verða föstudaginn 17. desember. Vegna aðstæðna verða þau með öðru sniði en við erum vön. Nemendur mæta kl. 9.00 og umsjónarkennarar halda utan um jólasamverustund þar sem nemendur geta horft á helgileik 6. bekkjar og tekið þátt í rafrænum fjöldasöng. Litlu jólunum lýkur um 10.30 og Frístund tekur þá við þeim börnum sem þar eru skráð.
Lesa meira
08.12.2021
Næstkomandi föstudag, 10. desember, ætlum við í Giljaskóla að hafa jólafatadag og gaman væri ef nemendur kæmu í jólapeysum, jólasokkum, jólakjólum eða með jólasveinahúfur.
Það er ekki verið að tala um spariföt og þetta er að sjálfsögðu val.
Höfum gaman í skólanum á aðventunni!
Lesa meira
30.11.2021
Mikil gleði ríkir meðal margra nemenda unglingastigs í dag en loksins var hægt að opna poolborðið okkar aftur eftir miklar endurbætur. Nýr dúkur var settur á borðið, nýir kjuðar keyptir og nýjar kúlur. Nemendur unglingastigs aðstoðuðu við uppgerðina undir stjórn Gumma smíðakennara, sem fær ásamt þeim nemendum, okkar bestu þakkir. Við í Giljaskóla erum afskaplega glöð að geta boðið unglingastiginu okkar upp á þessa afþreyingu og er borðið mikið notað við hvert
Lesa meira
26.11.2021
Leikverk eftir þær Bergrós Níelsdóttur og Kolfinnu Stefánsdóttur nemendur í 8. bekk Giljaskóla var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 17. nóvember síðastliðinn. Kolfinnu og Bergrós var að sjálfsögðu boðið á sýninguna þar sem þær voru klappaðar upp og afhent rósir í lok verksins eins og siður er í leikhúsinu.
Tildrög þessa skemmtilega viðburðar má rekja til þess að þær vinkonurnar sömdu leikritið ,,Undarlega eikartréð” þegar þær voru í 6. bekk og sendu inn í samkeppnina ,,Sögur”. Sögur eru samstarfsverkefni margra stofnana sem eiga það sameiginlegt að vinna að barnamenningu og sköpun. Tilgangur verkefnisins
Lesa meira
12.10.2021
Nemendur í 10. bekk vinna þessa dagana verkefni þar sem þau fá smjörþefinn af daglegu amstri fólks þegar kemur að persónulegum fjármálum. Árganginum hefur verið skipt í sjö hópa og fékk hver hópur útdeilt sinni fjölskyldu. Fjölskyldurnar eru allar mismunandi (t.d. fjöldi barna eða flækjustig varðandi búsetu þeirra). Verkefnalýsingin felur í sér að nemendur eiga að reikna útborguð laun og húsnæðiskostnað, finna hvort fjölskyldan eigi rétt á barnabótum, meðlagi eða húsnæðisbótum, finna út úr kostnaði við tómstundir barna og gæludýrahald og ýmislegt sem fólk þarf að hafa í huga um hver mánaðarmót. Þau þurfa svo að komast að því hvort endar nái saman og gera ráðstafanir ef upp á vantar eða varðandi hvað á að gera við afgang ef einhver er. Það er eitthvað dásamlegt við að heyra krakkana ræða sín á milli um þessi mál, þau læra heilmikið, vinna vel saman og læra að taka tillit hvert til annars. Setning vikunnar er án efa: „Við höfum ekkert efni á þessu. Við verðum að fá okkur einhverja kvöldvinnu… nei þá þarf að redda pössun fyrir krakkana, þau eru svo lítil.”
Lesa meira
11.10.2021
Stelpur á unglingastigi í Giljaskóla sýndu samstöðu sína gegn kynbundnu ofbeldi með táknrænum hætti í dag
https://www.youtube.com/watch?v=NanuaSKJrI8
Lesa meira
24.09.2021
Síðustu vikur hefur 7. bekkur verið að kynna sér lýðræði og kosningar. Búnir voru til sex stjórnmálaflokkar sem hver og einn fékk sinn kjörstaf, hannaði sitt merki og stefnuskrá. Haldnir voru framboðsfundir og pallborðsumræður þar sem flokkar og stefnuskrá voru kynnt. Samhliða þessari vinnu kynntum við okkur það framboð sem í boði er og tóku nemendur einnig afstöðu til þeirra flokka með kosningu. Þetta var hin skemmtilegasta vinna og greinilegt að nemendur höfðu bæði gagn og gaman af.
Lesa meira