Uppbyggingarstefna

Uppeldis- og samskiptastefna Giljaskóla

Uppeldi til ábyrgðar - Uppbyggingarstefna (Restitution) í skólastarfi er hugmyndakerfi þar sem lögð er áhersla á sjálfsskoðun, uppbyggileg samskipti, kennslu sjálfsaga og sjálfstjórn í samskiptum. Stefnan er upprunnin í Kanada og hefur upphafsmaður aðferðarinnar Diane Gossen þróað hana síðustu 20 ár. Uppbyggingarstefnan miðar að því að finna leiðir til lausnar á ágreiningsmálum, að við stjórnumst af innri hvötum frekar en ytri, að skoða hvernig við viljum vera, frekar en hvað við erum að gera. Hún skapar aðstæður fyrir einstaklinginn til að geta leiðrétt og bætt fyrir mistök sín, gera betur og snúa síðan aftur til hópsins með aukið sjálfstraust. Nemendum er kennt að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Miðað er að því að finna þörfina bak við það sem við erum að gera. 

 Gleði – ánægja

 - Skemmtun
 - Fagna
 - Hlátur
 - Brandarar
 - Kjánalæti
 - Spil og leikir

 Frelsi - sjálfstæði

 - Velja sjálf(ur)
 - Ákveða sjálf(ur)
 - Eiga möguleika
 - Nýta tækifæri
 - Athafnasemi
 - Eirðarleysi

 Ást - umhyggja / að tilheyra

 - Vinátta
 - Væntumþykja
 - Vinna í hópi
 - Kynnast mörgum
 - Skoðanir annarra skipta miklu máli

 Áhrifavald - árangur

 - Standa sig vel
 - Vera mikilvægur
 - Viðurkenning
 - Ráða við
 - Forðast mistök
 - Gott skipulag

Grunnþarfirnar eru undirstöðuþáttur í uppbyggingu.  Það að þekkja þarfir sínar er grundvöllur þess að maður skilji hegðun sína og geti breytt henni til betri vegar.

Öll hegðun stafar af því að við erum að reyna að mæta einhverri af þörfunum.  Þær eru missterkar hjá fólki, sem m.a. gerir það af verkum að við erum öll ólík.

Sjö gundvallaratriði varðandi kennslu í sjálfsaga

  1. Allir gera mistök
  2. Við vitum þegar við gerum rangt
  3. Skammir og gagnrýni ýta undir að fólk fari í varnarstöðu
  4. Fólk getur lært betri leiðir
  5. Þegar börn fá að vaxa af því að bæta fyrir mistök sín reyna þau ekki að ljúga eða fela mistökin.
  6. Að læra sjálfsaga er skapandi ferli
  7. Þeir sem fá að byggja sig upp og bæta fyrir verða umburðarlyndari gagnvart öðrum.

 Diane Gossen, “My Child Is A Pleasure”

Kennari og nemendur ákveða í sameiningu hvaða lífsgildi þeir vilja hafa að leiðarljósi í bekknum og einbeita sér síðan að því að finna út hvernig þeir geta haft grundvallaratriði gildanna í heiðri. Nemendur og kennari koma sér saman um hlutverk beggja. Þegar kennari getur fækkað afskiptum af nemendum fá þeir aukið frelsi og verða viljugri til að hlusta og taka eftir þegar mikið liggur við varðandi nám og samskipti. Uppbyggingarstefnan á samhljóm í markmiðum Aðalnámskrár í lífsleikni og er okkar leið til að nálgast sýn Giljaskóla.

Uppbyggingarbæklingur

http://www.realrestitution.com/ (heimasíða Diane Gossen)

Uppbygging sjálfsaga á facebook

http://netla.khi.is/greinar/2007/003/index.htm

Glærur frá fyrirlestri Jóns Baldvins Hannessonar á námskeiði fyrir foreldra 3. nóv. 2010