Skólabragur og agamál

Uppeldis- og samskiptastefna Giljaskóla er Uppeldi til ábyrgðar (Restitution), í daglegu tali Uppbygging, en fræðast má um meginviðmið hennar á öðrum stað í skólanámskránni. Með Uppbyggingunni er lögð áhersla á uppbyggileg samskipti og kennslu sjálfsaga. Stefnt er að því að finna leiðir til lausnar á ágreiningsmálum með því að skoða hvernig við stjórnumst af innri hvötum frekar en ytri og finna út hver við viljum vera. Stefnan er lögð til grundvallar við úrlausn ágreinings- og agamála.

Viðfangsefni allra í skólasamfélaginu er að byggja upp góðan starfsanda og jákvæðan skólabrag þar sem öryggi, vellíðan, heilbrigði og jákvæðni einkenna öll samskipti. Ennfremur að stuðla að góðu samstarfi og samráði milli foreldra og skóla um nám nemenda, hegðun og samskipti. Starfsfólk skóla og foreldrar þurfa að leitast við að vera nemendum góðar fyrirmyndir. Nemendur og starfsfólk Giljaskóla eru sammála um að góður skólabragur er þegar eftirfarandi atriði einkenna samskipti fólks:   

Hér má sjá niðurstöður af skólaþingi sem haldið var til að kalla eftir röddum nemenda, foreldra og starfsmanna um líðan og samskipti í Giljaskóla.

Skólareglur

Markmið skólareglna Giljaskóla eru að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og séu öruggir í öllu starfi á vegum skólans. Skólareglur Giljaskóla eru unnar í samræmi við lög um grunnskóla (nr. 91/2008, 30. grein) og reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Þar er kveðið á um að grunnskólar skuli setja skólareglur með skýrum viðbrögðum við brotum þar sem úrræði og viðbrögð taki mið af persónuþroska og hæfni nemenda og stuðli sem best að jákvæðri hegðun. Skólareglur má finna í starfsáætlunskólans. 

Í reglugerð um ábyrgð og skyldur segir m.a. „Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.“ Skólareglur gilda í skólanum, íþróttahúsum, sundstöðum, félagsmiðstöðvum og í öllum ferðum á vegum skólans en auk þess þurfa nemendur að fara eftir sérreglum sem gilda á þessum stöðum.

Umsjónarkennari kynnir nemendum skólareglur og ræðir mikilvægi þeirra. Á hverju hausti er farið vel yfir reglurnar en jafnframt eru þær rifjaðar upp síðar eftir efnum og aðstæðum.

Ef þörf er á að grípa til aðgerða vegna hegðunarvanda er stuðst við verklagsreglur grunnskólanna á Akureyri og þar er að finna eftirfarandi ferli sem unnið er út frá.