Tengiliður

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar (hlekkur Innskráning - Akureyrarkaupstaður (island.is)). Tengiliður/tengiliðir Giljaskóla eru eftirfarandi: Lára Halldóra Eiríksdóttir námsráðgjafi (larahalldora@giljaskoli.is), Vala Stefánsdóttir deildarstjóri eldri deildar (vala@giljaskoli.is), Thelma Baldursdóttir deildarstjóri yngri deildar (thelmab@giljaskoli.is og Arna Tryggvadóttir deildarstjóri sérdeildar (arna@giljaskoli.is).