Bekkjarfulltrúar

Hlutverk bekkjarfulltrúa:

Á hverju hausti skulu kjörnir 2 eða fleiri bekkjarfulltrúar úr hópi foreldra í hverri bekkjardeild.

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa.

Bekkjarfulltrúar kalla saman foreldra barnanna í bekknum. Ræðir við þá um markmið og framkvæmd bekkjarstarfs á komandi vetri. Bekkjarfulltrúar eru tengiliður umsjónarkennara við foreldra og er ætlað að tryggja gott samstarf þar á milli.

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra við kennara og kemur sjónarmiðum þeirra á framfæri þegar þess gerist þörf.

Bekkjarfulltrúar eru reiðubúnir til að aðstoða kennarann við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningu og heimsóknir foreldra í bekkinn.

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra innbyrðis, hafa frumkvæði að því að sem flestir foreldrar séru virkir í bekkjarstarfinu. Best er að skipta verkefnum með foreldrum í upphafi skólaárs, t.d. umsjón bekkjarskemmtana. Gott er að mynda hópa nokkurra foreldra til að vinna verkefnin.

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra við stjórn foreldrafélagsins og taka ákvörðun um hvernig skuli verja þeim peningum sem foreldrafélagið úthlutar á hverjum vetri til foreldrasamstarfs. Upphæðin er 750 kr. á nemanda fyrir skólaárið. Gjaldkeri foreldrafélagsins er Ingunn Ósk Svavarsdóttir, ingunnsvavars@gmail.com.

Bekkjarfulltrúar hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi bekkjarstarf og bekkjaranda. Gott er t.d. að nemendur taki þátt í einum foreldrafundi á hverju ári þar sem málin eru rædd.

Ég er bekkjarfulltrúi - bæklingur

Hugmyndabanki

Bekkjarfulltrúar 2023 - 2024

 

Foreldrafélag Giljaskóla

550998-3359   0565-26-774

Félagsgjald 2.000 kr pr.nem. 1.000 kr pr. systkin