Bókasafn Giljaskóla
Bókasafn skólans er á 2. hæð. Þar eru fjölmörg skáld- og fræðirit, til útlána fyrir nemendur og kennara. Auk þess eru þar hljóðbækur, tímarit, geisladiskar og spil en laust geisladrif geta starfsmenn fengið lánað í skólanum ef þarf. Lánstími bóka er 30 dagar nema um annað sé samið.
Safnið er opið nemendum á skólatíma þegar ekki er þar kennsla. Skólasafnskennari er á safninu mán-fim en á föstudögum er þar starfsmaður og opið til hádegis.
Safnkennsla
Safnkennsla er skipulögð eftir þörfum í samráði við umsjónarkennara hvers bekkjar fyrir sig. Margs konar samvinnuverkefni eru unnin og nemendur fá fræðslu um bókasöfn og Dewey kerfið. Á safninu er vinnuaðstaða fyrir 12-14 nemendur. Að öðru leyti er safnið opið fyrir margvíslega starfsemi; nemendur geta leitað heimilda, stundað nám og lesið eða spilað sér til afþreyingar í frítíma. Snjallsjónvarp er á safninu og hægt er að vinna þar með Ipad eða tölvur skólans. Snjallsímar eru ekki leyfðir á safninu nema með undanþágu frá umsjónarkennara.
Upplestur
Á aðventunni fer að venju fram lestur úr nýjum barna- og unglingabókum fyrir alla nemendur skólans.
Leitir.is og Gegnir.is
Safnið er tengt landskerfi bókasafna. Upplýsingar um gögn safnsins eru aðgengilegar á netinu, leitir.is og geta nemendur og foreldrar því skoðað og leitað úr eigin tölvu. Nýtt bókasafnskerfi var tekið í notkun 2022 sem ber nafnið Alma og er það samtengt gagnagrunninum gegnir.is og vefsíðunni leitir.is.
Umsjón með safninu hefur Ingunn V. Sigmarsdóttir kennari og þjóðfræðingur.