Ída Kolbrá 8.bekk vann til verðlauna

Félag Sameinuðu Þjóðanna endurvakti samkeppni meðal ungmenna um tillögur til að lýsa því hvernig Heimsmarkmiðin stuðla að mannréttindum og friði á jörðinni. Ída Kolbrá var meðal sigurvegara og tók á móti viðurkenningu við

athöfn í Húsi Mannréttinda þann 29. janúar. Hún sendi inn smásögu en sagan hennar hreyfði við öllum í dómnefnd fyrir frumleika og djúpt innsæi.

Í dómnefnd voru:

Eliza Reid forsetafrú, verndari Félags Sþ og formaður dómnefndar

Eva Harðardóttir, formaður Félags Sþ

Rán Flygenring, mynd- og rithöfundur

Ómar Azfar Valgarðsson Chattha, fulltrúi barna- og ungmennaráðs heimsmarkmiða Sþ

 

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair

Við í Giljaskóla óskum henni innilega til hamingju.