Skólaþing

Fimmtudaginn 29. febrúar verður skólaþing í Giljaskóla. Þá munu nemendur frá hverjum árgangi eiga fulltrúa, foreldrar og starfsfólk. Við erum full tilhlökkunar en skólaþingið er liður í innra mati skólans og er tilgangurinn með því að gera góðan skóla enn betri út frá röddum allra aðila sem að skólasamfélaginu koma.