Fréttir

Ungmennaþing

Nemendur úr 7. - 10. bekk tóku þátt í ungmennaþingi í Hofi 28.febrúar. Giljaskóli sendi fjóra nemendur úr hverjum árgangi til þátttöku. Allir skólar á Akureyri tóku þátt og var vel mætt og mörg aðkallandi umræðuefni rædd s.s. snjómokstur, samgöngur, frístundir, geðheilbrigðismál og fleira. Allir tóku virkan þátt og krakkarnir okkar stóðu sig með mikilli prýði. Tilgangurinn með þessum ungmennaþingum er að gefa börnum og
Lesa meira

Upphátt - undankeppni

Þriðjudaginn 21.febrúar var haldin undankeppni fyrir Upphátt, stóru upplestrarkeppnin, hjá 7.bekk. Allur bekkurinn fékk grunn undirbúning í framkomu og upplestri, síðan voru 9 stúlkur sem höfðu áhuga á að taka þátt í undankeppni skólans. Það voru þær Anna María Guðmundsdóttir og Magnea Rún Thelmudóttir
Lesa meira

Alþjóðadagur móðurmálsins 21. febrúar

Alþjóðadagur móðurmálsins er haldinn hátíðlegur á hverju ári þann 21. febrúar að tilstuðlan Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Til að vekja athygli á fjölda þeirra tungumála sem töluð eru í skólum Akureyrarbæjar hafa þeir sem eru með íslensku sem annað mál í leik- og grunnskólum bæjarins verið að skrifa orðin ást og friður á sínu móðurmáli. Við í Giljaskóla höfum sett þessi orð á blað á 13 tungumálum sem töluð eru í skólanum okkur. Aðrir leik- og grunnskólar bæjarins gera slíkt hið sama og afraksturinn má sjá í gluggum kaffihúss Amtsbókasafnsins næstu daga.
Lesa meira

Opið hús fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga - haust 2023

Fimmtudaginn 9. febrúar er opið hús fyrir foreldra /forráðamenn nemenda sem hefja skólagöngu í 1. bekk næsta haust frá klukkan 9:00 – 10:00. Kynningin fer fram í Frístund.
Lesa meira

Útivistardegi frestað - uppfært

Útivistardegi sem átti að vera á morgun 7. febrúar hefur verið frestað. Stefnt er að því að fara í Fjallið og á skauta fimmtudaginn 30. mars (sama skipulag).
Lesa meira

Ólympíuleikar ungmenna

Alís Helga Daðadóttir er nemandi í 10.bekk hér í Giljaskóla. Hún hefur frá árinu 2015 æft snjóbretti með Brettafélagi SKA með frábærum árangri. Það er greinilegt að þessar æfingar hafa borgað sig því núna í janúar er Alís að fara á Ólympíuleika ungmenna (youth Olympics) á Ítalíu að keppa. Hér er stutt viðtal við Alis um ferðina og snjóbrettin.
Lesa meira

Jólakveðja frá Giljaskóla

Starfsfólk Giljaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar.
Lesa meira

Betri heimabyggð - verkefni í 7. bekk Giljaskóla

Á miðstigi í Giljaskóla hafa nemendur unnið tvö stór þemaverkefni sem tengjast grunnþáttum menntunar skv. Aðalnámskrá grunnskóla í vetur og hafa þessi verkefni komið í stað hinnar hefðbundnu kennslu. Stundaskráin hefur verið opnuð mikið og ekki settar niður námsgreinar í ákveðna tíma heldur stýra verkefnin sem unnin eru hverju sinni stundaskránni. Síðustu vikurnar hafa nemendur unnið verkefni sem tengjast lýðræði og mannréttindum og hét þemað Betri heimabyggð. Nemendur unnu í mismunandi pörum í verkefnum sem samþætta íslensku, ensku, stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði.
Lesa meira