Mötuneyti

Í Giljaskóla er rekið mötuneyti fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans. Hægt er að vera í annaráskrift eða velja af matseðli.

Matráður er Dusanka Kotaras og aðstoðarmatráðar eru Arnór Þórðarson og Sólveig Bára Sævarsdóttir


Panta þarf að lágmarki helming máltíða í hverjum mánuði.
Verð á máltíðum:
Stakar máltíðir - 657 kr. máltíðin.
Annaráskrift - 489 kr. máltíðin 
Annaráskrift á mjólk - 3.471 kr. (greitt í upphafi annar)

Skráning
Nemendur eru skráðir í gegnum vefkerfi sem kallast Matartorg en það er hannað af tölvufyrirtækinu Stefnu. Foreldrar fá notendanafn og lykilorð og sjá síðan sjálfir um að færa inn pantanir sínar. Þegar pantað er kemur fram matseðill mánaðarins. Venjulega er opnað fyrir skráningu á Matartorg 10. til 11. dag mánaðar á undan og lokað 20. hvers mánaðar. Ef foreldrar hafa ekki aðgang að tölvu geta þeir haft samband við ritara skólans sem aðstoðar þá. Matseðil má finna á forsíðu.