Í Giljaskóla er rekið mötuneyti fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.
Skólamáltíð er gjaldfrjáls fyrir nemendur.
Matráður er Ólöf María Þorvaldsdóttir og aðstoðarmenn í eldhúsi eru Ella-Louise Wennerberg Carlsen, Margrét Bára Sveinsdóttir og Kristín Ásmundsdóttir
Gjaldskrá frá 1. janúar 2025
Mjólkuráskrift á mánuði .................... 955 kr. (innheimt sept. - maí)
Skráning
Nemendur eru skráðir í gegnum vefkerfi sem kallast Vala en það er hannað af tölvufyrirtækinu Advania. Foreldrar sjá sjálfir um að færa inn pantanir fyrir börn sín með því að fara inn á þessa slóð Vala og nota til þess rafræn skilríki. Matseðill birtist ekki inn á Völu, hann má finna á forsíðu heimasíðu Giljaskóla.