Börn í fjarlægum löndum

Börnin okkar 2023 - Ibrahim og Tralia

Í desember vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, Ibrahim og Traliu. Við náðum að safna 100.199 kr
Hér má sjá jólakort sem við fengum frá þeim des. 2023

Ibrahim Famba er fæddur árið 2009 og býr í Úganda. Hann á heima hjá móður sinni ásamt þremur systkinum. Móðirin vinnur við garðyrkjustörf ásamt því að þvo þvott fyrir annað fólk. Tekjurnar dugar ekki til að bæði framfleyta fjölskyldunni og borga skólagjöld svo við aðstoðum fjölskylduna með því að borga þau fyrir Ibrahim. Móðir hans er mjög þakklát fyrir það. Uppáhaldsíþróttin hans er fótbolti og rauður er uppáhaldsliturinn. Við höfum styrkt hann frá árinu 2017.

Tralia Nersty er fædd 29 júní árið 2016. Hún býr á Filippseyjum. Hún býr hjá foreldrum sínum ásamt einni systur. Pabbi hennar vinnur láglaunavinnu sem verkamaður en móðirin sér um heimilið. Þau leigja íbúð og það kostar mikið. Foreldrarnir hafa ekki tök á að greiða kostnað við skólagöngu hennar og við í Giljaskóla styrkjum Traliu svo hún geti fengið menntun. Tralia Nersty á sér þann draum að verða læknir.

Börnin okkar 2019 - 2022 Ibrahim og Kevine

Frétt af söfnun fyrir árið 2021 má finna hér

Frétt af söfnun fyrir árið 2020 má finna hér 

Börnin okkar 2018 - 2019 Ibrahim og Kevine

Í desember vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, Ibrahim og Kevine.
Við náðum að safna 114.597 kr. 
Hér má sjá jólakort sem við fengum frá þeim.

Börnin okkar 2017 - 2018 Ibrahim og Kevine

Í desember vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, dreng að nafni Ibrahim Famba Mohamed og stúlku, Kevine Jenneth Akello. Þau búa bæði í Uganda og fá styrk frá okkur svo þau geti gengið í skóla og fengið þar máltíð og heilsugæsluþjónustu. Við þurftum að safna 84 þúsund til að styrkja þau í eitt ár en við gerðum enn betur, náðum 105.348 kr. Mismunurinn er geymdur á bók þar sem misvel gengur að safna milli ára og gott að eiga smá varasjóð.

Við fengum póst frá starfsfólki ABC á Íslandi þar sem þau eru innilega þakklát fyrir það sem við í Giljaskóla erum að gera og senda bestu kveðjur til nemenda og starfsfólks skólans.

Við sendum Ibrahim og Kevine jólakort og smá pakka með ritföngum.

Einnig fengum við jólakveðju frá þeim.

 

Börnin okkar 2016 - 2017
Styrktarfjárhæð er 8. þúsund á mánði fyrir stelpurnar og fer söfnun fram í lok hvers árs fyrir komandi ár.

Frá 2012 höfum við styrkt stelpu í Indlandi sem heitir Venkateswaramma. Hún er fædd árið 2005 og býr á heimili Litlu ljósanna. Hún kemur frá mjög fátæku heimli, faðir hennar er látinn og móðir hennar getur ekki séð fyrir henni. Við hjálpum henni að eiga betra líf með því að greiða fyrir hana skólagöngu og fulla framfærslu í heimavistarskóla.

Jólakort frá henni:

Frá því í sumar 2016 höfum við styrkt Kevine Jenneth Akello sem býr í Uganda. Hún er fædd árið 2008. Hún býr hjá móður sinni og þrem bræðrum, faðir er látinn. Móðir er með HIV og mjög fátæk svo hún hefur ekki efni á að senda börnin í skóla. Við stykjum Kevine svo hún geti farið í skóla og þar fær hún eina máltíð, einnig fær hún heilsugæsluþjónustu.

Jólakort frá henni:

Skólaárið 2013 - 2014

Bréf frá Vincent, mars 2014

 

Heimsókn frá ABC

Hér má lesa frétt um heimsókn starfsmanns frá ABC í Giljaskóla 9.janúar

 

Bréf frá Vincent