Fréttir

Eyðublað til að tilkynna einelti eða grun um einelti

Nú er komið á heimasíðu Giljaskóla eyðublað sem hægt er að nota til að tilkynna einelti eða grun um einelti. Hlekkinn er að finna á forsíðu heimasíðunnar undir "tenglar". Við hvetjum aðila skólasamfélagsins til að nýta þennan hlekk eða hafa samband við umsjónarkennara ef grunur vaknar um einelti. Rafrænar tilkynningar berast til námsráðgjafa sem er aðili í aðgerðarteymi skólans. Fer erindið þá fyrir aðgerðarteymið og vinnur teymið ásamt umsjónarkennara og foreldrum að könnun og úrlausn málsins. Unnið eftir aðgerðaráætlun skólans gegn einelti. Við hvetjum foreldra til að kynna sér þá áætlun sem er að finna hér á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Valgreinar falla niður í dag

Valgreinar falla niður í dag vegna veðurs.
Lesa meira

Tilkynning frá Giljaskóla vegna veðurs

Gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra. Samkvæmt veðurspá gengur vestan- og suðvestanhvellur yfir svæðið um miðjan dag eða frá um kl. 11 til 14. Spáð er vindhraða upp á um 20 m/s og talsverðri úrkomu. Búast má við samgöngutruflunum og börn ættu ekki að vera ein á ferli meðan tvísýnt er. Þar sem spáin gefur til kynna að áhlaupið verði afmarkað og standi stutt yfir þá er ekki talin ástæða til að aflýsa skólastarfi. Hins vegar er mælst til þess að foreldrar og forráðamenn barna kynni sér stöðu mála og hugi sérstaklega að skólalokum og heimferð barna.
Lesa meira

Jólakveðja frá Giljaskóla

Starfsfólk Giljaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar.
Lesa meira

Skólastarf verður á morgun, fimmtudag 12. des 2019

Skólahald verður hjá okkur eins og í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá. Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið hægar að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él. Þið foreldrar metið að sjálfsögðu ykkar aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið sýnum við því skilning. Við óskum þó eindregið eftir að vera látin vita svo við vitum af börnunum á öruggum stað.
Lesa meira

Allt skólahald fellur niður á Akureyri í dag

Allt skólahald fellur niður í dag, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Skólahald fellur niður til hádegis á morgun

Vegna veðurs og aðstæðna fellur allt skólahald niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember. Staðan verður tekin kl. 10 í fyrramálið varðandi framhaldið. Foreldrar fá póst þegar nánari ákvörðun hefur verið tekin varðandi skólahald eftir hádegið. Ekki er gert ráð fyrir hádegismat í skólanum.
Lesa meira

Svalasöngur í Giljaskóla

Svalasöngur er yndisleg jólahefð hér í Giljaskóla. Þá kemur allur skólinn saman á göngum og svölum skólans og syngur saman jólalög með Röggu sem forsöngvara, Siggu Huldu tónmenntakennara á píanó og Jón Baldvin fyrrverandi skólastjóra á gítar. Hvert sinn er sungið í 10-15 mínútur og virðast flestir hafa virkilega gaman af.
Lesa meira

Skólahald fellur niður frá kl. 13

Skólahald fellur niður á Akureyri frá kl. 13. Frístund lokar einnig þá. Við mælumst til að foreldrar barna í 1. - 4. bekk sæki börn sín og óskum eftir að þeir foreldrar sem ætla að sækja eldri börn láti okkur vita svo við getum komið skilaboðum til þeirra. Senda má póst til Kristínar skólastastjóra, kristinj@giljaskoli.is., Ekki hefur verið tekin ákvörðun varðandi morgundaginn, við látum ykkur vita um leið og ákvörðun liggur fyrir.
Lesa meira