Dimmuborgir

Samfélags- og mannréttindadeild sér um rekstur félagsmiðstöðva sem starfræktar eru við grunnskóla bæjarins. Félagsmiðstöð við Giljaskóla var opnuð um áramót 2005-2006 og hlaut hún nafnið Dimmuborgir.

Opið starf Dimmuborga: Starfsmenn: Umsjónarmaður Arnar Már Bjarnason, forvarna- og félagsmálaráðgjafi í Giljaskóla. Netfang: arnarb@akureyri.is. Mánaðarlegt fréttabréf er sent rafrænt til foreldra. 

Á morgnana er húsnæði Dimmuborga opið í umsjá Birnu S. Baldursdóttur.  Þangað geta nemendur leitað þegar gefa þarf frí í tímum m.a. vegna veikinda kennara.

Þar geta nemendur hreiðrað um sig í sófum og horft á sjónvarp og farið í tölvur.  Einnig er borðtennis- og billjardborð í anddyrinu sem hægt er að spila á. Einnig eiga yngri nemendur sem vegna veikinda geta ekki farið í sund eða leikfimi skjól þar og í húsnæði Frístundar.