Viðbragðs- og rýmingaráætlun Giljaskóla

Viðbragðs og rýmingaráætlun Giljaskóla – viðbrögð við hættuástandi 

Endurskoðað í september 2023 

 

Í viðbragðsáætlun Giljaskóla er gerð grein fyrir viðbrögðum við hættuástandi og hlutverkum starfsfólks og öryggisráðs þegar hættuástand er yfirvofandi eða hefur komið upp.

Hlutverk öryggisráðs Giljaskóla er að:

  • taka saman upplýsingar um viðbragðsáætlun Giljaskóla í sérstaka möppu og uppfæra þær upplýsingar eftir þörfum

  • gera áætlanir um hvernig bregðast skuli við náttúruhamförum

  • sjá um verkstjórn ásamt skólastjórnendum ef hættuástand vofir yfir eða hefur komið upp

  • standa að og skipuleggja fræðslu um viðbragðsáætlunina fyrir starfsfólk skólans

  • vinna rýmingaráætlun þar sem kveðið er á um hvernig skuli standa að brunaæfingum

  • kynna áætlanir Akureyrarbæjar sem fjalla um viðbrögð skóla þegar eitthvað er að veðri og færð

  • kynna áætlanir Almannavarna, m.a. um viðbrögð í jarðskjálftum og varnir gegn smitsjúkdómum í heimsfaraldri

  • vinna kynningarefni/glærur sem kennarar nota til að kynna nemendum aðalatriði rýmingaráætlunar og annarra áætlana.

 

Fastir fundir öryggisráðs eru í september ár hvert. Farið er yfir áætlanir, gagnabanka, hugmyndir um fræðslu, brunaæfingar dagsettar og síðasta skólaár gert upp. Aðrir fundir eru boðaðir þegar tilefni er til en ráðið hittist a.m.k. einu sinni á hvorri önn.

 

Öryggismappa skal geymd á tveimur stöðum í húsnæði skólans: á skrifstofu skólans og á skrifstofu Frístundar.

 

Allir starfsmenn eiga að sækja skyndihjálparnámskeið á tveggja til þriggja ára fresti. Á þriggja til fimm ára fresti heldur skólinn eldvarnarnámskeið fyrir alla starfsmenn.

 

Verkaskipting öryggisráðs

Í öryggisráði 2023-2024 sitja eftirfarandi aðilar:

Starfsheiti

Nafn

Sími

Hlutverk

Húsvörður

Ragnar Rúnar Svavarsson

6973525

  • Öryggistrúnaðarmaður

  • Kallar saman öryggisráðið og stýrir því

Kennari

Linda Óladóttir

8695221

 
  • Öryggisvörður

Kennari

Ingunn Sigmarsdóttir

6612791

 
  • umsjón með öryggismöppum

Kennari

Sigfús Aðalsteinsson

8621960

  • umsjón með öryggismöppum

Aðrir starfsmenn sem starfa með öryggisráði þegar aðstæður krefja:

Skólastjóri 

Elías Gunnar Þorbjörnsson

í fjarveru hans tekur aðstoðarskólastjóri við hlutverkinu

661 1016

  • skólastjóri er eini tengiliður við fjölmiðla (aðrir starfsmann vísa á hann)

Deildarstjóri/Stað-gengill skólastjóra

Aðalheiður Skúladóttir

893 4100

  • Rýmingarstjóri 

Skrifstofustjóri

Elín S. Eyjólfsdóttir

867 3935

  • Yfirumsjón með nemenda- og starfsmannalistum og mætingum

Skólahjúkrunar-fræðingur

Brynhildur Smáradóttir

864 2239

  • tengiliður við heilbrigðiskerfi 

  • fer reglulega yfir skyndihjálpartöskur skólans þannig að í þeim séu nauðsynleg gögn

Öryggisráð og áfallateymi Giljaskóla starfa saman þegar svo ber undir.

 

Samstarfsaðilar öyggisráðs:

Giljaskóli vinnur að forvörnum og viðbrögðum við hættuástandi í samráði og samkvæmt leiðbeiningum frá almannavörnum, slökkviliði, heilsugæslu og fleiri fagaðilum. 

Helstu aðilar eru:

∙ Neyðarlínan 112

∙ Öryggismiðstöðin sem sér um eftirlitskerfi skólans, sími 530-2400

∙ Slökkvilið Akureyrar, sími 461 4200

∙ Lögreglan á Akureyri, sími 464 7700

∙ Heilsugæslustöðina á Akureyri, sími 460 4600

∙ Slysadeild FSA, sími 463 0800

∙ Almannavarnir, 444 2500, sjá einnig heimasíðuna almannavarnir.is  

 

Viðbragðs- og rýmingaráætlun

Öryggisráð Giljaskóla uppfærir viðbragðs- og rýmingaráætlun skólans ár hvert. Ráðið

skipuleggur rýmingaræfingar sem haldnar skulu fyrir lok september ár hvert. Ráðið ber ábyrgð á

framkvæmd æfingar, undirbúningi fyrir hana og úrvinnslu. Hver starfsmaður ber ábyrgð á að þekkja

viðbragðs- og rýmingaráætlun og kunna að bregðast við hættu þegar á reynir.

Helsta ástæða þess að nauðsynlegt getur verið að rýma húsið er ef eldur kemur upp. Í þessari

viðbragðs- og rýmingaráætlun er farið yfir undirbúning rýmingaræfingar og framkvæmd rýmingar.

 

Upplýsingagjöf:

  • Farið er yfir tilgang og framkvæmd áætlunar og æfinga á starfsmannafundi í upphafi hvers skólaárs

  • Markmiðið er að hver starfsmaður þekki sitt hlutverk og kunni að bregðast við þegar þörf er á rýmingu

  • eða viðbrögðum við hættuástandi. Í aðdraganda rýmingaræfingar fá starfsmenn leiðbeiningar á fundi og í tölvupósti

  • Nemendur fá upplýsingar og undirbúning fyrir rýmingaræfingu í umsjónartíma

  • Foreldrar fá upplýsingar í tölvupósti frá skólastjóra og með fréttum á heimasíðu skólans. Fréttir um rýmingaræfingar eru sendar heim að æfingu aflokinni.

 

Umsjónarkennarar undirbúa nemendur fyrir rýmingaræfingu og fara yfir kynningarglærur öryggisráðs.  

Um efni á kynningarglærum :

  1. Útskýrður tilgangur æfinga

    1. Aukið öryggi og fumlaus viðbrögð þegar hætta steðjar að

    2. Að koma í veg fyrir slys við rýmingu á húsnæðinu – áhersla lögð á að allt sé gert í rólegheitum og nemendur styðji hverjir aðra

  2. Bent á að kort af flóttaleiðum eru staðsett í hverri kennslustofu með leiðbeiningum um hvernig rýming fer fram

  3. Lögð áhersla á mikilvægi þess að halda ró sinni og finna félaga til að fylgja út úr húsinu: „Ekki labba einn”

  4. Útskýrt að ef nemendur eru í eyðum þegar neyðarsírena fer í gang þá eigi þeir að fara sjálfir út á íþróttavöll og gefa sig fram við kennara/aðstoðarskólastjóra sem merkir við þá í manntalinu

  5. Lögð áhersla á að skólatöskur séu skildar eftir þegar rýma þarf húsið. Við rýmingu er ekki hægt að sækja fatnað nemenda

  6. Sagt frá því að þegar út úr húsinu er komið eigi allir að safnast saman á körfuboltavelli norðan skólans og snúi andlitum að skólanum (til suðurs). Hvernig hver kennari heldur utan um sinn hóp

  7. Við raunverulega vá verður mögulega farið í íþróttahús til að fá húsaskjól. Það er ekki gert í hefðbundinni rýmingaræfingu

  8. Kynnt að dagsetning æfingar verður auglýst fyrirfram til bæði starfsmanna og nemenda

  9. Ábending til nemenda um að vera inni á skóm (og jafnvel í yfirhöfnum) þann dag sem æfing fer fram. Eftir æfingu gilda aftur skólareglur um skófatnað og yfirhafnir.

 

Fyrirkomulag rýmingaræfingar:

Starfsfólki og nemendum er tilkynnt með eins til tveggja daga fyrirvara að rýmingaræfing verði haldin.

Á æfingadegi eiga nemendur að hafa útiskó við hendina og mega einnig hafa yfirhafnir meðferðis í

kennslustofum. Æfing fer fram að morgni.

 

  • Þegar neyðarsírena (stöðug hringing) fer af stað ber öllum að yfirgefa húsnæðið

  • Rýmingarleiðir eru merktar á kortum í hverri kennslustofu

  • Í hverri kennslustofu er einnig spjald, rautt öðru megin og grænt hinu megin, og tekur kennari spjaldið með sér

  • Kennari í hverjum hópi bendir nemendum á útgönguleið, biður þá um að finna félaga og ganga í pörum út úr húsinu

  • Starfsmenn á öðrum svæðum rýma sín svæði á sama hátt

  • Við bruna eiga allar rafstýrðar hurðir að lokast til að mynda reykhólf. Rafhlöðuknúin neyðarljós eiga að loga þannig að rýmin myrkvist ekki

  • Gætið ávallt að því hvort dyr séu heitar áður en þær eru opnaðar í eldsvoða

  • Þegar út er komið safnast allir saman á körfuboltavelli norðan skólans. Raðir snúa norður-suður og snúa nemendur andlitum í suður, að skólanum. Uppröðun á körfuboltavellinum er þannig að yngstu bekkirnir eru næstir íþróttahúsinu og þeir elstu fjær

  • Kennarar taka manntal í sínum hópum og láta rýmingarstjóra vita þegar allir hafa skilað sér. Er það gert með því að snúa spjöldum, með rauðri og grænni hlið, að rýmingarstjóra. Rautt táknar að ekki hafi allir nemendur skilað sér, grænt að allir séu komnir á sinn stað

  • Allir bíða skilaboða frá rýmingarstjóra eða skólastjóra um að æfingu sé lokið og óhætt sé að fara aftur inn í skólann. 

Þegar æfingu er lokið  skólastjóri við öllum ábendingum um hvað hefði betur mátt fara.

Rýmingaræfing er haldin til þess að læra af henni.

 

Starfsmenn athugi við rýmingu:

  • Hver starfsmaður ber ábyrgð á að rýma það svæði í húsinu þar sem hann er staddur, taka dyr úr lás, aðgæta salerni og koma nemendum slysalaust út úr húsinu

  • Mikilvægt er að halda ró og aðstoða nemendur við að gera það líka

  • Ekki fara í gegnum rými þar sem mikill reykur er eða önnur hætta

  • Allir hittast á körfuboltavelli norðan skólans þar sem manntal fer fram

  • Ekki fara inn í húsið fyrr en slökkvilið/skólastjóri/rýmingarstjóri segir það óhætt

  • Ef ekki er hægt að fara aftur inn í skólahúsnæðið gefur skólastjóri/rýmingarstjóri skilaboð um að allir eigi að leita skjóls í íþróttamiðstöðinni. Þar hafa starfsmenn ofan af fyrir nemendum sem eru sendir heim þegar hægt er. 



Hlutverk starfsmanna við rýmingu:

Allir starfsmenn bera ábyrgð á að þekkja sitt hlutverk, halda ró sinni og aðstoða nemendur eftir þörfum. Starfsmenn þurfa að vera tilbúnir að styðja við nemendur sem finna til kvíða og vanlíðunar. Einnig þurfa starfsmenn að hafa ofan af fyrir nemendum á meðan þeir bíða frekari skilaboða og fyrirmæla. Starfsmenn skulu taka allar dyr úr lás á leið út úr húsinu til að auðvelda björgunarstörf.

Kennari ber ábyrgð á sínum nemendahópi. Hann tekur nemendaskrá með út úr húsinu, tekur manntal í sínum hópi þegar komið er á körfuboltavöll og upplýsir rýmingarstjóra um nemendur sem vantar. Kennarar eiga að kanna hvort nemendur eru á salernum þegar þeir eiga leið framhjá þeim. 

Starfsmenn í Frístund bera ábyrgð á að fylgja út þeim nemendum sem þar eru.

Starfsmenn í mötuneyti og í Dimmuborgum (félagsmiðstöð) bera ábyrgð á að fylgja út þeim nemendum sem eru í félagsmiðstöðinni og í matsal skólans.

Stuðningsfulltrúar og starfsmenn í námsveri bera ábyrgð á þeim nemendum sem þeir eru að vinna með hverju sinni.

Ritari ber ábyrgð á að hringt sé í slökkvilið og tekur upplýsingamöppu með út á körfuboltavöll. Í

möppunni eru bekkjarlistar sem hægt er að nýta ef kennara vantar þá. Ritari tekur einnig sjúkratösku með út úr húsinu.

Skólahjúkrunarfræðingur tekur sjúkratösku með út úr húsinu.

Skólaliðar og umsjónarmaður aðstoða við rýmingu á sínum svæðum í húsinu. Þeir aðgæta

sérstaklega matsal og salerni á 1. hæð og taka læsingar af dyrum ef þarf. 

Umsjónarmaður skólans/húsvörður skoðar ásamt skólastjóra brunaboðatöflu til að greina hvar eldur logar.

Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri hefur yfirsýn og sér um samskipti við slökkvilið og aðra

neyðarstarfsmenn.

Almennir starfsmenn fara yfir salerni og önnur rými sem óttaslegnir nemendur kynnu að hafa falið sig í. Þeir aðstoða ennfremur við að taka á móti nemendum með sérþarfir úti á körfuboltavelli.



Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Skólinn starfar svo lengi sem starfsfólk og nemendur komast til starfa vegna veðurs. Ef óveður raskar

skólastarfi berast tilkynningar um það til foreldra í fjölmiðlum og með tilkynningum frá skólanum á

heimasíðu og með sendingum úr mentor (tölvupóstur). Þegar röskun verður á skólastarfi

vegna veðurs fylgir Giljaskóli aðgerðaráætlun frá skóladeild Akureyrarbæjar:

 

  1. Meginreglan er sú að leik- og grunnskólar eru opnir nema lögregla gefi út tilmæli um að fólk sé ekki á ferli

  2. Ef skólahald fellur niður þá sendir skóladeild tilkynningu þess efnis á RÚV og Bylgjuna fyrir kl. 7.00 að morgni

  3. Öllum skólum ber að setja tilkynningu á heimasíðu í þeim tilfellum sem tvísýnt er með veður og færð eða þegar skólahald er fellt niður. Einnig skulu skólar senda út póst í Mentor með sömu tilkynningu

  4. Við tvísýnar aðstæður sem geta verið breytilegar eftir bæjarhlutum þá er það ávallt foreldra / forráðamanna að meta hvort þeir treysti börnum sínum í skóla

  5. Ef skólahaldi er ekki aflýst er tryggt að starfsfólk sé til staðar á auglýstum skólatíma í öllum skólum. Börn sem koma í skólann eru ekki send heim áður en skólatíma lýkur.

 

Ef öskufall truflar daglegt líf gildir sama viðbragðsáætlun og ef um óveður er að ræða.



8.6.7 Viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs

Viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs er unnin í samræmi við við lög um almannavarnir nr.

82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997. Áætlunin er í samræmi við Landsáætlun vegna

heimsfaraldurs inflúensu.

Ábyrgð á áætlun þessari er í höndum skólastjóra Giljaskóla. Áætlunin er endurskoðuð á fimm ára

fresti og hún er ávallt aðgengileg á heimasíðu skólans.

Eftir er að vinna þessa áætlun.





8.6.8 Viðbragðsáætlun vegna náttúruhamfara

Giljaskóli fylgir leiðbeiningum almannavarna vegna náttúruhamfara svo sem jarðskjálfta, eldgosa og

öskufalls. 

Öryggisráð beinir árlega tilmælum til kennara að upplýsa nemendur um viðeigandi viðbrögð

við hörðum jarðskjálfta. Þær leiðbeiningar sem gefnar eru byggja á leiðbeiningum frá

almannavörnum ríkisins. 

Ef það verður jarðskjálfti hafið þá eftirfarandi í huga:

  • Í jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Reynið frekar að leita skjóls og vera

  • kyrr á öruggum stað innandyra, t.d. úti í horni við burðarveggi fjarri gluggum.

  • Húsgögn þarf að varast því þau geta hreyfst úr stað. 

  • Varist hluti sem detta úr hillum og skápum.

  • Ofnar og kynditæki geta losnað – haldið ykkur fjarri þeim.

  • Lyftur á ekki að nota. Umsjónarmaður lætur fara yfir lyftur eftir að jarðskjálfti hefur orðið þar sem þær skekkjast oft í jarðskjálfta.

  • Rúður þarf að varast því þær geta brotnað.

  • Gott er að setja á minnið orðaröðina: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA. 

  • Leiðbeinið nemendum um að leita skjóls undir skólaborðum eða úti í horni við burðarveggi:

  • Fara út í horn við burðarveggi, fara í hurðarop eða fara undir borð:

  • KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér ef unnt er.

 

Ítarefni um viðbrögð við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna:

Forvarnir vegna jarðskjálfta

Viðbrögð við jarðskjálfta