Reglur um notkun farsíma

Reglur Giljaskóla um notkun farsíma 

Þar sem talað er um farsíma í þessum reglum er einnig átt við snjallúr með hringingu eða 

önnur tæki sem hægt er hringja með, taka myndir eða senda og taka á móti skilaboðum.

 

  • Öll notkun farsíma er óheimil í kennslustundum. Farsími skal geymdur í skólatösku, skáp eða annars staðar, ekki í fatnaði/vösum eða á borði. Farsími skal stilltur á flugstillingu þannig að hann hvorki hringi né sendi merki (hljóð eða titring).
  • Kennari getur heimilað notkun farsíma í kennslustund í námslegum tilgangi. Ef kennari leyfir hlustun á tónlist meðan unnið er má einungis hlusta á lagalista/play-lista og ekki vera að leita að lögum eða skipta um lög eða lista.
  • Farsímanotkun nemenda er óheimil  í matsal, Frístund, búningsklefum, íþróttasal.
  • Mynd- og hljóðupptökur eru ALLTAF óheimilar nema með sérstöku samþykki nemenda, kennara eða stjórnenda.
  • Einungis 8. – 10. bekkur má nota farsíma í frímínútum.
  • Litið er svo á að farsímar/snjallúr yngstu nemenda skólans séu fyrst og fremst öryggistæki sem notist eftir skóla.
  • Farsímar eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.

Brjóti nemandi farsímareglurnar í kennslustund skal honum boðið að velja á milli þess að:             
a) afhenda símann, sem verður geymdur á skrifstofu skólans til loka skóladags nemandans;             
b) fara á skrifstofu skólans og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.