Nemendaráð

Í grunnskólalögum segir að við hvern skóla skuli starfa nemendaráð og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Í nemendaráði situr a.m.k. einn fulltrúi úr hverjum árgangi í 6.–10. bekk sem nemendur úr þessum bekkjardeildum velja sjálfir 

Í Giljaskóla eru fulltrúar úr 8.-10. bekk kosin á kosningafundi sem haldinn er á sal að undangegnum ræðuhöldum.  Fulltrúar 6. og 7.bekkjar eru kosnir í heimastofum.  

Meginhlutverk nemendaráðs er að vinna að ýmsum félags-, hagsmuna- og velferðamálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að ráðið fái aðstoð eftir þörfum.. 

Nemendaráð skal fá skólanámskrá til umsagnar og aðrar áætlanir er varða skólahaldið. Nemendaráð skal jafnframt fá til umsagnar fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Fulltrúi nemenda í skólaráði kemur úr nemendaráði. 

Viðfangsefni nemendaráðs geta verið breytileg frá ári til árs en þau helstu eru umsagnir og álit í tengslum við viðfangsefni skólaráðs, umfjöllun um skipulag ýmissa þátta sem snúa sérstaklega að nemendum, áherslur í tengslum við aga- og samskiptamál, Uppbyggingarstefnu og fleira, skipulagning og umsjón með sérstökum viðburðum svo sem náttfatadegi, hattadegi, íþróttadegi, íþróttakeppnum innan skóla og milli skóla, spurningakeppni ofl. Nemendráð sér m.a. um dagskrá gegn einelti á „eineltisdeginum.“

Með nemendaráði starfar talsmaður nemenda sem er skipaður af skólastjóra til að gæta hagsmuna nemenda og aðstoða þá í ýmsum málum. Meginverkefni talsmanns nemenda er að starfa með nemendaráði, hafa umsjón með unglingum í Dimmuborgum og sal, bæði í frímínútum og þegar kennslustundir falla niður, fylgjast með að umgengni sé í lagi og virkja með sér nemendur (t.d. úr nemendaráði) eftir þörfum við eftirlit og/eða skipulagningu viðburða. Þá tengist hann eða aðstoðar eftir aðstæðum tiltekna nemendur sem eiga við vanda að stríða.

 

Nemendaráð Giljaskóla 2020-2021

 

6.bekkur

María Ósk, Bryndís Eva

Guðmundur Ari, Helgi Hrafn

7.bekkur

Arna Lísbet

Tristan Pétur

8.bekkur

Karen Ösp

Bjarki

9.bekkur

Kolbrún Ósk

Ylli

10.bekkur

María Sól

Atli Þór