28.02.2023
Þriðjudaginn 21.febrúar var haldin undankeppni fyrir Upphátt, stóru upplestrarkeppnin, hjá 7.bekk. Allur bekkurinn fékk grunn undirbúning í framkomu og upplestri, síðan voru 9 stúlkur sem höfðu áhuga á að taka þátt í undankeppni skólans. Það voru þær Anna María Guðmundsdóttir og Magnea Rún Thelmudóttir
Lesa meira
21.02.2023
Alþjóðadagur móðurmálsins er haldinn hátíðlegur á hverju ári þann 21. febrúar að tilstuðlan Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Til að vekja athygli á fjölda þeirra tungumála sem töluð eru í skólum Akureyrarbæjar hafa þeir sem eru með íslensku sem annað mál í leik- og grunnskólum bæjarins verið að skrifa orðin ást og friður á sínu móðurmáli. Við í Giljaskóla höfum sett þessi orð á blað á 13 tungumálum sem töluð eru í skólanum okkur. Aðrir leik- og grunnskólar bæjarins gera slíkt hið sama og afraksturinn má sjá í gluggum kaffihúss Amtsbókasafnsins næstu daga.
Lesa meira
08.02.2023
Fimmtudaginn 9. febrúar er opið hús fyrir foreldra /forráðamenn nemenda sem hefja skólagöngu í 1. bekk næsta haust frá klukkan 9:00 – 10:00. Kynningin fer fram í Frístund.
Lesa meira
06.02.2023
Útivistardegi sem átti að vera á morgun 7. febrúar hefur verið frestað. Stefnt er að því að fara í Fjallið og á skauta fimmtudaginn 30. mars (sama skipulag).
Lesa meira
17.01.2023
Alís Helga Daðadóttir er nemandi í 10.bekk hér í Giljaskóla. Hún hefur frá árinu 2015 æft snjóbretti með Brettafélagi SKA með frábærum árangri.
Það er greinilegt að þessar æfingar hafa borgað sig því núna í janúar er Alís að fara á Ólympíuleika ungmenna (youth Olympics) á Ítalíu að keppa.
Hér er stutt viðtal við Alis um ferðina og snjóbrettin.
Lesa meira
20.12.2022
Starfsfólk Giljaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða.
Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar.
Lesa meira
16.12.2022
Á miðstigi í Giljaskóla hafa nemendur unnið tvö stór þemaverkefni sem tengjast grunnþáttum menntunar skv. Aðalnámskrá grunnskóla í vetur og hafa þessi verkefni komið í stað hinnar hefðbundnu kennslu. Stundaskráin hefur verið opnuð mikið og ekki settar niður námsgreinar í ákveðna tíma heldur stýra verkefnin sem unnin eru hverju sinni stundaskránni.
Síðustu vikurnar hafa nemendur unnið verkefni sem tengjast lýðræði og mannréttindum og hét þemað Betri heimabyggð. Nemendur unnu í mismunandi pörum í verkefnum sem samþætta íslensku, ensku, stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði.
Lesa meira