Innritun í grunnskóla Akureyrarbæjar haustið 2024

Í febrúar fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar haustið 2024. Sótt er um grunnskóla í þjónustugátt Akureyrarbæjar en með því að smella hér er hægt að komast beint inn í umsóknarformið.

Frétt tekin af heimasíðu Akureyrarbæjar

Foreldrum barna sem hefja nám í grunnskólum í haust býðst að fara í heimsókn til að skoða skólana. Í Giljaskóla er opið hús  fimmtudaginn 8. febrúar 2024 frá kl. 9 - 10