Fréttir

Skóladagatal 2024 - 2025

Skóladagatal 2024 - 2025
Lesa meira

Gjöf til skólans

Þiðrik Hrannar Unason færði okkur þessa fallegu Lóu. Þökkum við honum kærlega fyrir. Þess má geta að staðsetning á uppstoppuðum dýrum er á annarri hæð hjá bókasafninu.
Lesa meira

Árshátíðir nemenda

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 19. mars, miðvikudaginn 20. mars og fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti (miðinn gildir á allar sýningar). Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það verða posar á staðnum. Aðgangseyririnn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða.
Lesa meira

Skólaþing

Fimmtudaginn 29. febrúar verður skólaþing í Giljaskóla. Þá munu nemendur frá hverjum árgangi eiga fulltrúa, foreldrar og starfsfólk. Við erum full tilhlökkunar en skólaþingið er liður í innra mati skólans og er tilgangurinn með því að gera góðan skóla enn betri út frá röddum allra aðila sem að skólasamfélaginu koma.
Lesa meira

Starfamessa

Fimmtudaginn 29. febrúar er nemendum í 9. og 10. bekk Giljaskóla boðið að koma á starfamessu í Háskólanum á Akureyri frá kl 10 - 11 til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.
Lesa meira

Útivistardagur 8. feb.

Útivistardagur á morgun 8. febrúar. Tölvupóstur til foreldra / forráðamanna verður sendur í dag.
Lesa meira

Innritun í grunnskóla Akureyrarbæjar haustið 2024

Í febrúar fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar haustið 2024. Sótt er um grunnskóla í þjónustugátt Akureyrarbæjar en með því að smella hér er hægt að komast beint inn í umsóknarformið.
Lesa meira

Ída Kolbrá 8.bekk vann til verðlauna

Félag Sameinuðu Þjóðanna endurvakti samkeppni meðal ungmenna um tillögur til að lýsa því hvernig Heimsmarkmiðin stuðla að mannréttindum og friði á jörðinni. Ída Kolbrá var meðal sigurvegara og tók á móti viðurkenningu við athöfn í Húsi Mannréttinda þann 29. janúar. Hún sendi inn smásögu en sagan hennar hreyfði við öllum í dómnefnd fyrir frumleika og djúpt innsæi. Í dómnefnd voru:
Lesa meira

Gjöf til skólans

Þessi fallegi Lómur hefur bæst í safnið okkar. Þiðrik færði okkur þessa gjöf og þökkum við honum kærlega fyrir. Þess má geta að staðsetning á þessum dýrum er á annarri hæð hjá bókasafninu.
Lesa meira