Fréttir

Útivistardegi frestað - uppfært

Útivistardegi sem átti að vera á morgun 7. febrúar hefur verið frestað. Stefnt er að því að fara í Fjallið og á skauta fimmtudaginn 30. mars (sama skipulag).
Lesa meira

Ólympíuleikar ungmenna

Alís Helga Daðadóttir er nemandi í 10.bekk hér í Giljaskóla. Hún hefur frá árinu 2015 æft snjóbretti með Brettafélagi SKA með frábærum árangri. Það er greinilegt að þessar æfingar hafa borgað sig því núna í janúar er Alís að fara á Ólympíuleika ungmenna (youth Olympics) á Ítalíu að keppa. Hér er stutt viðtal við Alis um ferðina og snjóbrettin.
Lesa meira

Jólakveðja frá Giljaskóla

Starfsfólk Giljaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar.
Lesa meira

Betri heimabyggð - verkefni í 7. bekk Giljaskóla

Á miðstigi í Giljaskóla hafa nemendur unnið tvö stór þemaverkefni sem tengjast grunnþáttum menntunar skv. Aðalnámskrá grunnskóla í vetur og hafa þessi verkefni komið í stað hinnar hefðbundnu kennslu. Stundaskráin hefur verið opnuð mikið og ekki settar niður námsgreinar í ákveðna tíma heldur stýra verkefnin sem unnin eru hverju sinni stundaskránni. Síðustu vikurnar hafa nemendur unnið verkefni sem tengjast lýðræði og mannréttindum og hét þemað Betri heimabyggð. Nemendur unnu í mismunandi pörum í verkefnum sem samþætta íslensku, ensku, stærðfræði, náttúrufræði og samfélagsfræði.
Lesa meira

Elías Gunnar verður skólastjóri Giljaskóla

Elías Gunnar Þorbjörnsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Giljaskóla og tekur til starfa þar 1. febrúar 2023. Elías er menntaður grunnskólakennari og með meistarapróf í stjórnun menntastofnana. Hann hefur verið skólastjóri við Lundarskóla síðastliðin 10 ár. Við bjóðum Elías Gunnar velkominn í Giljaskóla. Vala Stefánsdóttir verður starfandi skólastjóri þar til Elías tekur við.
Lesa meira

Heimsókn Dr. Bryony Mathew

Á þriðjudaginn síðasta fékk 4. bekkur mjög ánægjulega og áhugaverða heimsókn. Breski sendiherrann á Íslandi, Dr. Bryony Mathew ásamt tveimur starfsmönnum sendiráðsins komu hingað í Giljaskóla og heimsótti nemendur 4. bekkjar til að ræða við þá um spennandi störf framtíðarinnar.
Lesa meira

5. bekkur safnar birkifræjum vegna landsátaks í söfnun og sáningu birkifræs

Nemendur 5. bekkjar í Giljaskóla söfnuðu í dag birkifræjum í tengslum við landsátak í söfnun og sáningu birkifræs sem hófst haustið 2020. Íslensk stjórnvöld stefna að því að stækka birkiskóga landsins, en markmið Íslands er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins en í dag vaxa birkiskógar aðeins á 1,5% landsins. Það að taka þátt í verkefninu gefur unga fólkinu okkar færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni www.birkiskogur.is
Lesa meira