Fréttir

Skólaheimsókn - verðandi 1. bekkur

Foreldrum og nemendum verðandi 1. bekkjar er boðið í heimsókn í Giljaskóla 31. maí kl. 8:15 í matsal skólans. Skólastjórnendur fara yfir áherslur skólans og á meðan fá nemendur kynningu á húsnæðinu í fylgd 5. bekkjar. Gert er ráð fyrir að þessi heimsókn taki um eina klukkustund.
Lesa meira

UNICEF 2024

UNICEF Hreyfingin fór fram í frábæru veðri í Giljaskóla á Akureyri í dag. Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Von okkar er að virkja samstöðu með jafnöldrum okkar barna víða um heim, að þau átti sig á að öll börn eiga sömu réttindi og að saman geti þau lagt sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað.
Lesa meira

Fiðringur - hæfileikakeppni grunnskólanna

Á morgun, 8. maí kl. 20 fer Fiðringur á Norðurlandi fram í þriðja sinn í HOFI. Þetta er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Í ár keppa 9 skólar til úrslita í HOFI.
Lesa meira

Gjöf til skólans

Þiðrik Hrannar Unason færði okkur þennan fallega Hrossagauk. Þökkum við honum kærlega fyrir. Hér má heyra söng hans sem minnir okkur á að sumarið sé handan við hornið :)
Lesa meira

Skóladagatal 2024 - 2025

Skóladagatal 2024 - 2025
Lesa meira

Gjöf til skólans

Þiðrik Hrannar Unason færði okkur þessa fallegu Lóu. Þökkum við honum kærlega fyrir. Þess má geta að staðsetning á uppstoppuðum dýrum er á annarri hæð hjá bókasafninu.
Lesa meira

Árshátíðir nemenda

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 19. mars, miðvikudaginn 20. mars og fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti (miðinn gildir á allar sýningar). Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það verða posar á staðnum. Aðgangseyririnn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða.
Lesa meira

Skólaþing

Fimmtudaginn 29. febrúar verður skólaþing í Giljaskóla. Þá munu nemendur frá hverjum árgangi eiga fulltrúa, foreldrar og starfsfólk. Við erum full tilhlökkunar en skólaþingið er liður í innra mati skólans og er tilgangurinn með því að gera góðan skóla enn betri út frá röddum allra aðila sem að skólasamfélaginu koma.
Lesa meira

Starfamessa

Fimmtudaginn 29. febrúar er nemendum í 9. og 10. bekk Giljaskóla boðið að koma á starfamessu í Háskólanum á Akureyri frá kl 10 - 11 til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.
Lesa meira

Útivistardagur 8. feb.

Útivistardagur á morgun 8. febrúar. Tölvupóstur til foreldra / forráðamanna verður sendur í dag.
Lesa meira