Fréttir

Réttindaskóli Unicef

Fyrir þremur árum varð Giljaskóli Réttindaskóli Unicef. Í dag tók skólinn við viðurkenningu frá Unicef fyrir að standast endurmat sem gildir til 2026. Hópur nemenda sem situr í réttindaráði skólans skipulagði viðburðinn. Þau fluttu stutt ræðukorn, boðið var upp á tvö tónlistaratriði frá nemendum og fulltrúar Unicef á Íslandi veittu okkur að lokum viðurkenningu. Af þessu tilefni var boðið upp á ís í eftirrétt eftir hádegismatinn.
Lesa meira

Gjöf til skólans

Fengum þennan flotta uppstoppaða Spóa að gjöf frá Þiðrik og þökkum við honum kærlega fyrir.
Lesa meira

Útivistardagur 31. ágúst

Dagskráin:
Lesa meira

6. bekkur á Húna

Nemendur í 6. bekk fór í vettvangsferð á sjó á bátnum Húna II. Það eru Hollvinir Húna II. sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fræðslusvið Akureyrarbæjar. Nemendur fengu að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríki sjávar á metnaðarfullan hátt, ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Nemendur fengu að sjá gömul veiðarfæri og önnur tilheyrandi tól og sagt frá notkun þeirra. Einnig heimsóttu þau skipstjórann í brúnni sem fræddu þau um stjórnun og siglingatæki skipsins. Mjög skemmtilegur dagur í góðu veðri.
Lesa meira

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Giljaskóla fyrir nemendur í 2. - 10. bekk verður í íþróttasal Giljaskóla þriðjudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Gert er ráð fyrir að skólasetning taki hálfa til eina klukkustund. Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir. Nemendur 1. bekkjar og foreldrar þeirra verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum 22. og 23. ágúst. Frístund opnar kl. 9:30 á skólasetningardag fyrir þa
Lesa meira

Sumarlokun Giljaskóla

Skólinn verður lokaður frá 26. júní til 7. ágúst vegna sumarleyfa.
Lesa meira

UNICEF Hreyfingin - TAKK!

Takk kærlega fyrir samstarfið í ár og takk kærlega fyrir þátttöku ykkar í UNICEF-Hreyfingunni í ár! Þetta var svo sannarlega frábær söfnun en það söfnuðust 116.883 krónur! Ykkar framlög munu nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn. Við viljum nýta tækifærið og deila með ykkur dæmum um hvað hægt er að gera fyrir upphæðina sem safnaðist!
Lesa meira

Skólaslit 5. júní

Skólaslit 1. - 9. bekkjar og sérdeildar: Nemendur mæta í íþróttasal Giljaskóla kl. 9:00 en fara síðan í stofur til að kveðja samnemendur og umsjónarkennara. Gert er ráð fyrir að þetta taki 45 - 60 mín. Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir. Útskrift 10. bekkjar: Útskrift 10. bekkjar verður í íþróttasalnum kl. 16:00. Myndataka af útskriftarnemum og kennurum fer fram í íþróttasalnum fyrir athöfn kl. 15:30. Eftir athöfnina verður kaffi í matsalnum fyrir útskriftarnema og aðstandendur. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Upplýsingar frá Heimili og skóla

Þann 15. maí var haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um var að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Lesa meira

Miðstig Giljaskóla vinnur til verðlauna

Í vetur hafa nemendur á miðstigi tekið þátt í samkeppni á vegum Literacy Planet sem ber heitið Word Mania. Þátttakendur úr skólum frá 78 löndum tóku þátt í að efla læsi og lesskilning í ensku og náðu nemendur Giljaskóla 1.sæti í sínum flokki sem er frábær árangur. Í verðlaun fá þau árs aðgang að Literacy Planet fyrir allan skólann sem kemur sér mjög vel fyrir okkar nemendur á næsta ári. Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með þetta flotta afrek.
Lesa meira