Þemadagar og afmæli í Giljaskóla:
Þessa viku hefur mikið gengið á í Giljaskóla, á miðvikudag og fimmtudag voru þemadagar þar sem unnið var með land, sjó og himin og fjöldi verka skapaður auk fræðslu. Á föstudaginn var svo 30 ára afmæli skólans fagnað með nemendum, foreldrum, starfsfólki og góðum gestum.
Afrakstur þemadaga var sýndur og iðaði skólinn af lífi og gleði. Mikil sköpun átti sér stað og sást það um alla ganga skólans.
Á afmælisdaginn tókum skólinn einnig klifurvegg í notkun sem okkur hefur lengi langað í og er hann góð viðbót við möguleika nemenda skólans á hreyfingu og gleði.
Starfsfólk og nemendur Giljaskóla þakka öllum gestum fyrir komuna og nemendum og starfsfólki fyrir vinnuna í vikunni.