Fréttir

Kynningarfundur fyrir verðandi 1. bekk

Kynningarfundur fyrir verðandi 1. bekk og foreldra verður haldinn í skólanum næstkomandi fimmtudag 23. maí kl. 10.00 á sal skólans. Á fundinum fara nemendur í kynnisferð um skólann í fylgd 5. bekkinga sem eru verðandi vinabekkir þeirra næstu árin. Á meðan munu stjórnendur skólans funda með foreldrum og upplýsa þá um hvernig skólastarfi verði háttað næsta vetur. Á fundinn mæta einnig verðandi umsjónarkennarar árgangsins og umsjónarmaður Frístundar sem segir frá lengdri viðveru.
Lesa meira

Skóladagatal 2019 - 2020

Hér má sjá skóladagatal fyrir skólaárið 2019 - 2020
Lesa meira

Nýr skólastjóri og nýr deildarstjóri yngri bekkjardeilda

Miðvikudaginn 15. maí kemur nýr skólastjóri til starfa við Giljaskóla. Það er Kristín Jóhannesdóttir sem verið hefur skólastjóri í Oddeyrarskóla síðast liðin ár. Kristín tekur formlega við sem skólastjóri þennan dag en ég mun vinna með henni út skólaárið við að setja hana inn í mál og aðstoða eftir þörfum. Ég mun sjá um skólaslitin hér í Giljaskóla í vor og Kristín um skólaslitin í Oddeyrarskóla. Þorgerður Guðlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri, hættir einnig nú í lok skólaársins og kveður þar með síðasti aðstoðarskólastjóri á Akureyri. Í öllum grunnskólum bæjarins verða þá skólastjórar og með þeim deildarstjórar þar sem annar er staðgengill skólastjóra. Vala Stefánsdóttir, deildarstjóri í Giljaskóla, verður deildarstjóri eldri bekkjardeilda og staðgengill skólastjóra í Giljaskóla. Nýr deildarstjóri yngri bekkjardeilda hefur verið ráðinn og tekur til starfa 1. ágúst 2019. Það er
Lesa meira

Ball fyrir 1. - 4. bekk

Fimmtudaginn 2. maí ætlar 10. bekkur að halda náttfataball fyrir nemendur yngsta stigs frá kl. 17-18:30. Nemendum er boðið að koma í náttfötum eða kósýgöllum og gera sér dagamun. Tónlist verður í salnum, nemendur 10. bekkjar stjórna leikjum og boðið verður upp á myndasýningu í Dimmuborgum fyrir þá sem vilja hafa það náðugra eða hvíla sig frá dansinum um stundarsakir. Aðgangseyrir er 500 kr. Einnig verður sjoppa á staðnum og er eftirfarandi í boði:
Lesa meira

SKÓLALEIKUR

Hvað er „skólaleikur“. Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu o.fl. „Skólaleikur“ er starfræktur í tvær vikur og hefst á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi. Opnunartíminn er frá kl. 7.45 – 16.15 og býðst foreldrum að velja um tvö tímabil frá 12. – 19. ágúst (6 dagar) eða alla 10 dagana þ.e. 6. – 19. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Gert er ráð fyrir að börnin ljúki leikskólagöngu sinni um sumarlokun leikskóla og stendur til boða að hefja „skólaleik“ í grunnskólanum sínum þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi*. Þeir foreldrar sem þurfa nauðsynlega á leikskóla að halda að loknu sumarleyfi leikskólans og fram að „skólaleik“, eru beðnir að snúa sér til
Lesa meira

Hæfileikakeppni í Hofi

Þann 10. apríl var haldin hæfileikakeppni í Hofi þar sem 42 krakkar létu ljós sitt skína í 18 atriðum á sviðinu. Sigurvegari var nemandi úr Giljaskóla, Matthildur Ingimarsdóttir, 10 ára, sem söng lagið "Scars to your beautiful". Við óskum henni innilega til hamingju :)
Lesa meira

Stuttmyndakeppnin Stulli

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Hofi í gær, fimmtudagskvöldið 11. apríl. Markmið stuttmyndakeppninnar er að gefa ungu fólki tækifæri til að sýna list sína á sviði kvikmynda og keppa meðal jafningja til verðlauna. Keppnin er á vegum félagsmiðstöðvanna og Ungmennahúss. Hún var að þessu sinni haldin í samstarfi við Barnamenningarhátíð á Akureyri og því var aldurstakmark þátttakenda 13-18 ára. Keppnin var einnig styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyjafjarðar. Nemendur úr 9. RK í Giljaskóla urðu í 3. sæti, þær Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir, Agnes Vala Tryggvadóttir og María Björk Friðriksdóttir. Stórglæsilegt og óskum við þeim innilega til hamingju !
Lesa meira

Börn hjálpa börnum

Söfnunin Börn hjálpa börnum gekk vel í Giljahverfi. Krakkarnir í 5. bekk söfnuðu 98.698 krónum. Takk fyrir góðar móttökur! Þessir peningar renna í til ABC barnahjálpar og fer allt söfnunarfé til byggingar skóla og heimila fátækra barna í þróunarlöndunum.
Lesa meira

Heimili og skóli óskar eftir tilnefningum

Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla á heimasíðu okkar www.heimiliogskoli.is Annars vegar óskum við eftir tilnefningum til Foreldraverðlaunanna, en þar leitum við eftir góðum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla samstarf heimila og skóla og/eða samfélags með einhverjum hætti. Einnig óskum við eftir tilnefningum í Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þar erum við að tala um einstaklingsviðurkenningu til einhvers sem hefur lagt mikið af mörkum til eflingar á samstarfi foreldra, skóla og samfélags.
Lesa meira

Blár dagur - dagur einhverfunnar 2. apríl

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjötta sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu. Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril sem hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn. Sem fyrr er það Blár apríl - Styrktarfélag barna með einhverfu sem að bláa deginum stendur. Markmið átaksins er að vekja athygli á einhverfu og safna fé til styrktar málefnum er varða börn með einhverfu. Öll starfsemi styrktarfélagsins er unnin í sjálfboðavinnu og allt styrktarfé rennur óskert til söfnunarátaksins. Á fyrsta starfsári félagsins leiddi styrktarátakið til þess að hægt var að
Lesa meira