Fréttir

Hrekkjavökuball 1. - 4. bekkur

10. bekkur Giljaskóla ætlar að halda hrekkjavökuball fyrir nemendur yngsta stigs þriðjudaginn 30. október kl. 16-17:30. Aðgangseyrir er 500 kr. og innifalið er einn miði til spákonu, einn miði í draugahús og einn svali. Ef einhverjir vilja fara fleiri ferðir í draugahúsið og fá fleiri spár frá spákonunni kostar það 100 kr. í hvert skipti. Einnig verður farið í leiki, dansað og haft gaman. Hrekkjavökuballið er búningaball svo við hvetjum alla til að mæta í búningum en það er þó engin skylda. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn að mati dómnefndar. Sjoppa verður opin hluta af ballinu. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með þeim sem þess þurfa. Allur ágóði ballsins rennur í fjáröflunarsjóð 10. bekkjar fyrir skólaferðalagi í vor.
Lesa meira

Hrekkjavökuball 5. - 7. bekkur

10. bekkur Giljaskóla ætlar að halda hrekkjavökuball fyrir nemendur miðstigs þriðjudaginn 30. október kl. 18-20. Aðgangseyrir er 500 kr. og innifalið er einn miði til spákonu og einn miði í draugahús. Ef einhverjir vilja fara fleiri ferðir í draugahúsið og fá fleiri spár frá spákonunni kostar það 100 kr. í hvert skipti. Sjoppa verður á staðnum. Einnig verður farið í leiki, dansað og haft gaman. Hrekkjavökuballið er búningaball svo við hvetjum alla til að mæta í búningum. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn að mati dómnefndar. Allur ágóði ballsins rennur í fjáröflunarsjóð 10. bekkjar fyrir skólaferðalagi í vor.
Lesa meira

Bleikur dagur 12. okt.

Á morgun föstudaginn 12. okt. ætlum við í Giljaskóla að hafa bleikan dag. Hvetjum nemendur og starfsfólk til að klæðast einhverju bleiku í tilefni dagsins.
Lesa meira

Lesfimi íslenskra skólabarna eykst

Lesfimi íslenskra skólabarna jókst marktækt milli ára, samkvæmt lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í september sl. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna skili árangri.
Lesa meira

Peysur komnar í hús

Peysurnar sem nemendur keyptu af 10. bekk eru komnar í hús og verða afhentar á morgun miðv. 10. okt. 8. og 9. bekkur fær afhent fimmtudaginn 11. okt.
Lesa meira

Fótboltamót hjá 8. - 10. bekk miðvikud. 10. október í Boganum

Allir Giljaskólakeppendur eiga að vera sem mest SVARTKLÆDD 10. bekkur vera mætt og tilbúin að byrja að spila, í Boganum kl. 8:15 ...þau ættu að geta verið komin upp í skóla kl. 10:15 9. bekkur vera mætt og tilbúin að byrja að spila, í Boganum kl. 9:20 ...þau ættu að geta verið komin upp í skóla kl. 11:20 8. bekkur vera mætt og tilbúin að byrja að spila, í Boganum kl. 10:15 ...þau ættu að geta verið komin upp í skóla kl. 12:15
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur félagsins verður fimmtudaginn 27.september. Fundurinn verður haldinn í sal skólans klukkan 19:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig getum við alltaf bætt við okkur góðu fólki í stjórn félagsins. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Lesa meira

Nýtt skóladagatal

Breytingar á skóladagatali hafa verið gerðar og hefur nýtt dagatal verið sett inn á heimasíðuna. Breytingar voru þær að árshátíð var færð fram um viku og þemadagar hjá 1. - 7. bekk var sett inn í byrjun okt.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Á morgun miðvikudaginn 5. sept. er Norræna skólahlaupið. Við stefnum að því að allir hlaupi / skokki / labbi milli klukkan 10 og 11 Að sjálfsögðu biðjum við alla að koma vel klædd til útiveru og hreyfingar, t.d. góða skó. Kveðja, íþróttakennarar
Lesa meira

Viðurkenningar frá fræðsluráði

Fimmtudaginn 14. júní boðaði fræðsluráð til samverustundar í Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum, skólaárið 2017-2018. Óskað var eftir tilnefningum frá starfsfólki skóla og foreldrum um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar. Sjá frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Viðurkenningar frá Giljaskóla hlutu:
Lesa meira