Fréttir

Nemendasamtöl

Vegna sóttvarnaraðgerða verða foreldrar ekki boðaðir í skólann í samtöl því nauðsynlegt er að takmarka komur í skólann við nemendur og starfsfólk. Samtölin munu fara fram með hjálp fjarfundaforrits (google meet) og bindum við vonir við að það beri sama árangur og ella hefði orðið. Hlekkur á skjal fáið þið með því að smella á fréttina.
Lesa meira

Útivistardagur næsta föstudag

Við frestuðum útivistardegi 4. september vegna veðurs en nú er hann kominn á dagskrá næstkomandi föstudag, 18. september. Nemendur skólans munu þá njóta útivistar og hreyfingar þennan dag og fá foreldrar nánari skilaboð um það frá umsjónarkennurum. Veðurspáin er góð og vonumst við til að við getum notið veðurblíðunnar.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í gær

Nemendur Giljaskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Gátu nemendur valið að hlaupa 2,5 km, 5 og 10 km. Með hlaupinu er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Til að skapa góða stemningu var tónlist spiluð við skólann og boðið upp á ávexti. ÍSÍ mun senda nemendum viðurkenningarskjal á næstu dögum.
Lesa meira

Skólasetning Giljaskóla 24. ágúst 2020

Nú er komið að því að hefja skólaárið 2020-2021 og hlökkum við virkilega til að fá krakkana aftur í skólann. Skólasetning Giljaskóla verður haldin mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Vegna aðstæðna verður skólasetningin með öðru sniði en venja er og því miður geta foreldrar ekki tekið þátt að þessu sinni en þeir geta fylgst með skólasetningu skólastjóra á slóð sem send verður foreldrum að morgni skólasetningardags.
Lesa meira

Viðurkenning

Kolfinna Stefánsdóttir nemandi í 6. bekk var tilnefnd fyrir smásöguna "Jólasveinar í sumarfríi" á Sögum, verðalaunahátíð barnanna sem fram fór í Borgarleikhúsinu sl. laugardag 6. júní. Alls bárust um 100 sögur í keppnina og voru 20 tilnefndar af þeim. Allar sögurnar sem voru tilnefndar voru gefnar út á rafbókinni "Risastórar smásögur" á vegum Menntamálastofnunnar. Tengil á bókina má finna hér https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/risastorar_2020/ Og hér er svo ein mynd af henni með viðurkenningarskjalið sitt. Innilegar hamingjuóskir Kolfinna :)
Lesa meira

Skólaslit 1. - 9. bekkjar

Skólaslit verða með þeim hætti að 1. - 9. bekkur kemur saman í íþróttasal skólans kl. 10.00 föstudaginn 5. júní. Að því loknu fara nemendur með sínum umsjónarkennurum í stofur, fá námsmat og kveðja. Gengið er út frá því að skólaslitin taki um klukkustund. Vegna samkomutakmarkana þurfum við að hafa athöfnina að þessu sinni án foreldra.
Lesa meira

Nýtt skóladagatal komið á vefinn

Hér má sjá skóladagatal
Lesa meira

Unicef hreyfingin næstkomandi föstudag

Næstkomandi föstudag ætlum við að taka þátt í UNICEF hreyfingunni. Markmið UNICEF-hreyfingarinnar er að fræða börn um réttindin í Barnasáttmálanum og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum um allan heim. Þá munu nemendur skólans hlaupa/ganga stuttan hring í hverfinu. Hver og einn nemandi fær heimspassa og í hann safnar hann límmiðum fyrir hvern hring sem farinn er. Samhliða geta nemendur safnað áheitum frá fjölskyldu og ættingjum fyrir hvern hring sem þeir hlaupa/ganga. Nemendur fá allir upplýsingabréf um viðburðinn ásamt áheitaumslagi. Áheitin eru algjörlega valkvæð og munu allir nemendur taka þátt í að fara hringinn og fá viðurkenningu á hverjum förnum hring.
Lesa meira

Nemendaráð tekur viðtöl

Nemendaráð fór á stúfana og tók nokkur viðtöl við starfsmenn skólans. Hér má sjá þau með því að smella á nöfnin
Lesa meira

6. bekkur í kringum landið

Í apríl var hreyfiáskorun í 6. bekk. Nemendur voru hvattir til að ganga, hlaupa eða hjóla og safna kílómetrum til að komast saman í kringum Ísland. Þess má geta að hringvegurinn (þjóðvegur 1) er 1322 km en gerðu nemendur gott betur en það og fóru þeir samtals 1561 km. Hér má sjá árangur nemenda.
Lesa meira