Fulltrúar Giljaskóla í stóru upplestrarkeppninni

Síðastliðinn þriðjudag, 25. mars, var lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar haldin í Giljaskóla. Tíu nemendur úr 7. bekk kepptu á sal skólans um sæti í lokahátíðinni sem haldin verður í Kvosinni í MA miðvikudaginn 4. mars. Nemendur lásu samfelldan texta úr barnabókinni Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson sem gefin var út 2019 (og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin) og ljóð eftir Ásdísi Þulu Þorláksdóttur úr bókinni Sólstafir sem gefin var út 2019.
Allir nemendur stóðu sig mjög vel en þeir nemendur sem valdir voru til þátttöku á lokahátíðinni eru Heiðar Kató Finnsson og Emma Arnarsdóttir. Varamaður er Arna Dögg Kristinsdóttir.