Fréttir

Skólahreysti 3. apríl

Skólahreystikeppnin milli grunnskóla Akureyrar verður haldin í íþróttahöllinni við Skólastíg miðvikudaginn 3. apríl frá kl.13:00-15:00. 8. - 10. bekkur fara frá Giljaskóla um kl. 12. Litur skólans í keppninni er bleikur svo gaman væri ef nemendur gætu verið klædd eða skreyta sig með þeim lit. ÁFRAM GILJASKÓLI!!!
Lesa meira

Fótboltamót FÉLAK

Í gær fór fram fótboltamót FÉLAK (Félagsmiðstöðvar Akureyrar) fyrir 7.bekki bæjarins. Um er að ræða árlegt mót þar sem krakkarnir setja sjálfir saman sitt lið og keppa en að þessu sinni fór mótið fram í íþróttahúsinu við Naustaskóla. FÉLAK heldur reglulega stærri viðburði sem eru ætlaðir miðstigi úr öllum skólunum og er fótboltamótið einn af þeim viðburðum, þó aðeins fyrir 7.bekk. Sex lið tóku þátt og voru keppendur úr
Lesa meira

Er einhver í þínum skóla sem á skilið að fá Viðurkenningu fræðsluráðs!

Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum, þ.e. nemendur og skólar/starfsfólk. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi
Lesa meira

Útivistardagur 11. apríl

Útivistardagur í Hlíðarfjalli er fyrirhugaður 11. apríl, ef veðrið leikur ekki við okkur þann dag er varadagur 12. apríl
Lesa meira

ABC - börn hjálpa börnum

Líkt og undanfarin ár taka börn í 5. bekk í Giljaskóla þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum á vegum ABC hjálparsamtaka. Þau munu ganga í hús í hverfinu með söfnunarbauka frá 19.mars. Þetta er 22. árið sem þessi söfnun grunnskólabarna fer fram og er hún mjög mikilvæg fjáröflun fyrir ABC barnahjálp. Fyrir afrakstur þessara safnana í gegnum árin hafa verið fjármagnaðar byggingar fjölmarga skóla og heimila fyrir fátæk börn í Afríku og Asíu. Margt smátt gerir eitt stórt – takið vel á móti krökkunum.
Lesa meira

Árshátíðir 2019

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 26. mars, miðvikudaginn 3. apríl og fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það er ekki posi á staðnum. Aðgangseyririnn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða. Foreldrasýningar í íþróttasal Giljaskóla verða sem hér segir;
Lesa meira

Upplestrarkeppni

Í gær, 13. mars, var haldin árleg upplestrarkeppni Giljaskóla sem er undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina sem haldin verður í Menntaskólanum á Akureyri í næstu viku. Keppnin er fyrir nemendur 7. bekkjar. Fyrir daginn í dag hafði verið haldin forkeppni í báðum bekkjum árgangsins og fimm úr hvorum bekk valin. Skáld keppninnar voru Birgitta Elín Hassel og Marta H. Magnadóttir sem eru höfundar bókarinnar Gjöfin sem er í bókaflokknum óhugnanlega Rökkurhæðir og Davíð Stefánsson ljóðskáld. Krakkarnir lásu eitt textabrot og svo ljóð og allir skiluðu hvoru tveggja af stakri prýði. Keppnin var
Lesa meira

Ekki skíðadagur 1. feb.

Ekki reyndust aðstæður í morgun til að fara í Hlíðarfjall. Það er heldur ekki gott útlit með morgundaginn. Stjórnendur hafa ákveðið að ekki verði farið í fyrramálið 1.feb. Það kemur svo í ljós hvort og hvenær hægt verður að fara. Skóli verður samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Ekki skíðadagur í dag

Því miður er ekki hægt að fara í fjallið í dag, 31. jan., vegna erfiðra aðstæðna
Lesa meira

Áhugaverð síða list- og verkgreina

Hér má sjá heimasíðu list- og verkgreina (má einnig finna undir flipanum skólinn). Hvetjum foreldra / forráðamenn til að skoða verk nemenda ofl.
Lesa meira