Opið hús fyrir foreldra verðandi 1. bekkinga - haust 2023

Fimmtudaginn 9. febrúar er opið hús fyrir foreldra /forráðamenn nemenda sem hefja skólagöngu í 1. bekk næsta haust frá klukkan 9:00 – 10:00.  Kynningin fer fram í Frístund.

Sótt er um grunnskóla í þjónustugátt Akureyrarbæjar en með því að smella hér er hægt að komast beint inn í umsóknarformið.

Finna má allar upplýsingar um skólaval á Akureyri á heimasíðu fræðslu- og lýðheilsusviðs.