Ungmennaþing

Nemendur úr 7. - 10. bekk tóku þátt í ungmennaþingi í Hofi 28.febrúar. Giljaskóli sendi fjóra nemendur úr hverjum árgangi til þátttöku. Allir skólar á Akureyri tóku þátt og var vel mætt og mörg aðkallandi umræðuefni rædd s.s. snjómokstur, samgöngur, frístundir, geðheilbrigðismál og fleira. Allir tóku virkan þátt og krakkarnir okkar stóðu sig með mikilli prýði. Tilgangurinn með þessum ungmennaþingum er að gefa börnum og ungmennum á Akureyri tækifæri til að hafa skoðun á málefnum og hvernig hlutirnir eru gerðir í bænum. Ungmennaráð mun síðan vinna úr þinggögnum og koma málum áfram í réttan farveg. Þetta er þriðja ungmennaþingið sem haldið er og hefur Giljaskóli alltaf átt fulltrúa á þessum þingum.