Ólympíuleikar ungmenna

Alís Helga Daðadóttir er nemandi í 10.bekk hér í Giljaskóla. Hún hefur frá árinu 2015 æft snjóbretti með Brettafélagi SKA með frábærum árangri.

Það er greinilegt að þessar æfingar hafa borgað sig því núna í janúar er Alís að fara á Ólympíuleika ungmenna (youth Olympics) á Ítalíu að keppa.

Hér er stutt viðtal við Alis um ferðina og snjóbrettin.

 

Hversu lengi verður þú á ítalíu? - Við förum 18.janúar og komum heim aftur 29.janúar.

Hvernig vannst þú þér inn rétt á Ólympíuleika? - Með samanlögðum stigafjölda fyrir keppnir árið 2022

Hver eru markmið þín fyrir keppnina? - Að gera mitt besta og bæta stigin mín.

Í hverju ertu að keppa? - Bigger sem er einn pallur en fæ 2-3 ferðir og Slopestyle sem eru pallar og rail.

Hvað finnst þér skemmtilegast við snjóbrettin? - Fara á stóra palla og taka stökk.

Hvernig getum við boðið upp á betri aðstöðu fyrir ungt fólk sem vill ná langt á snjóbrettum? - Betri aðstöðu til að geta æft með skóla. Kannski brettaskóla eins og er víða út í heimi.

Ertu spennt? Já mjög

 

Það er hægt að fylgjast með keppninni á netinu í gegnum vefslóðirnar
youtube:/channel/UCOnTKXmqZRbTtEwnC34zHbw
Heimsíða: https://www.eyof2023.is/Einnig er gaman að segja frá því að fyrrum nemandi í Giljaskóla, Freydís Jóna sem er fædd 2006 er líka að keppa á þessum leikum og er eini keppandinn frá Íslandi sem keppir á skautum.

Við í Giljaskóla erum spennt að fylgjast með og stolt af okkar flottu nemendum sem gera sitt besta í leik og starfi.