Samræmdum könnunarprófum í 9. bekk frestað

Í samræmdu könnunarprófi í íslensku í 9. bekk sem lagt var fyrir í morgun komu upp tæknileg vandamál í prófakerfi. Vandinn lýsti sér í því að nokkrir nemendur áttu erfitt með að komast inn í prófin eða duttu ítrekað út úr kerfinu. Allir nemendur Giljaskóla náðu þó að ljúka prófinu. Menntamálastofnun hefur ákveðið að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku í þessari viku og í Giljaskóla munu þau verða lögð fyrir í vikunni fyrir páskafrí.