ABC söfnun í Giljaskóla

Nú er söfnun fyrir Ibrahim og Kevine er lokið. Við náðum markmiðinu, en það var að safna 84 þúsund krónum sem dugar til að greiða skólagjöld fyrir þau í eitt ár. Við gerðum aðeins betur en það, söfnuðum 93.542 kr. Það sem kom umfram verður geymt á reikningi og getur komið sér vel síðar. Í fyrra gátum við notað pening sem hafði safnast á reikninginn til að aðstoða fjölskyldur ABC barna í formi matarpakka, en Covid hafði haft þau áhrif að matur var dýr og erfiðara að nálgast hann. 

 

Bestu þakkir fyrir að leggja söfnuninni lið og starfsfólk ABC skrifstofunnar sendir kærar kveðjur og þakkir til ykkar.