Gleðilegt nýtt ár!

Kæra skólasamfélag Giljaskóla
Við sendum okkar bestu nýjárskveðjur og hlökkum til samstarfsins á nýju ári!

Þann 21. desember kom út ný reglugerð um skólahald og í henni segir að hefja megi skólastarf í grunnskólum samkvæmt stundaskrá eftir áramótin. Við munum hefja skólann þann 5. janúar samkvæmt stundaskrá, allir mæta kl. 8.10 og ganga inn um sinn venjulega inngang. Stefnt er að því að valgreinar á unglingastigi byrji 11. jan.
Þann 4. janúar er skipulagsdagur.


Við vonum að nýtt ár 2021 færi okkur okkur öllum gæfu og gleði!