Stuttmyndadagar

í næstu viku þriðjudaginn 16. mars - fimmtudagsins 18. mars verða stuttmyndadagar. Þá vinna nemendur unglingastigs í 6 hópum og gera jafnmargar stuttmyndir eftir handritum sem unnin voru í vetur. 

Á þriðjudag og miðvikudag verður unnið í stuttmyndum frá 8:10-13:00 og á fimmtudaginn frá 8:10-11:10 en eftir hádegið fer 8. bekkur í íþróttir, 9. bekkur í list- og verkgreinar og 10. bekkur í sund. 

Skyldumæting í valgreinar, stærðfræðival fellur niður.