Skólaheimsókn - verðandi 1. bekkur

 

Foreldrum og nemendum verðandi 1. bekkjar er boðið í heimsókn í Giljaskóla 31. maí kl. 8:15 í matsal skólans. Skólastjórnendur fara yfir áherslur skólans og á meðan fá nemendur kynningu á húsnæðinu í fylgd 5. bekkjar. Gert er ráð fyrir að þessi heimsókn taki um eina klukkustund.