Barnabókahöfundar í heimsókn

Undanfarið hafa barnabókahöfundar heimsótt Giljaskóla og lesið upp úr nýútkomnum bókum sínum. Nemendur tóku vel á móti höfundum og tilhlökkun er mikil að lesa þessi nýju verk. Nýjar barnabækur verða til sýnis á bókasafninu á aðventunni þar sem þær verða einnig kynntar fyrir hverjum bekk með tilheyrandi jólastemmningu eins og venja er og lánaðar út eftir jólafrí.

Þeir höfundar sem komið hafa eru:

Árni Árnason sem las upp úr bók sinni Friðbergur forseti, Hjalti Halldórsson kynnti bókina Ys og þys út af öllu og Ævar Benediktsson las upp úr bókinni Þinn eigin tölvuleikur. Væntanleg í næstu viku er Hildur Loftsdóttir sem mun kynna verk sitt Eyðieyjan, urr, öskur, fótur og fit. 

Heimsóknir af þessu tagi auka áhuga nemenda á lestri og eru skemmtileg tilbreyting í dagsins önn.