Ævar vísindamaður með bókakynningu fyrir miðstig

Í dag, 21. nóvember kom Ævar Þór í heimsókn í Giljaskóla. Fór hann yfir rithöfundarferilinn sinn og kynnti nýjustu bókina sína sem heitir skólastjórinn.

Nemendur í 5., 6. og 7. bekk hittust í matsalnum og hlustuðu á Ævar Þór fara yfir ferilinn sinn og lesa upp úr nýjustu bókinni sinni sem heitir skólastjórinn. Ævar gaf þeim tækifæri til að spyrja spurninga og svaraði þeim eftir bestu getu.