21.05.2025
Í matsal skólans fór fram Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk í gær, 20. maí. Þetta var sérstök stund þar sem ungir lesendur sýndu ótrúlega færni sína í upplestri ljóða og þulna fyrir framan stóran hóp áhorfenda.
Nemendur höfðu æft sig af mikilli kostgæfni undanfarna mánuði og það skilaði sér í glæsilegum flutningi. Raddir þeirra bárust skýrt og greinilega um salinn þegar þau fluttu fjölbreytt úrval af íslenskum ljóðum og þulum. Það var augljóst að krakkarnir höfðu lagt mikla vinnu í æfingar og túlkun textanna.
Lesa meira
08.05.2025
Fiðringur 2025 fór fram í Hofi miðvikudaginn 7. maí 2025
Nemendur í valgreininni Fiðringur áttu frábært atriði á Fiðring 2025.
Lesa meira
28.04.2025
Giljaskóli keppir í Skólahreysti 30. apríl kl: 20:00.
Lesa meira
28.04.2025
Velferðarsvið og Heilbrigðisstofnun Norðurlands standa fyrir foreldranámskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar.
Lesa meira
09.04.2025
Hér má sjá skóladagatal fyrir næsta skólaár
Lesa meira
21.03.2025
Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 8. apríl, miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00.
Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það verða posar á staðnum.
Aðgangseyrinn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða.
Foreldrasýningar í íþróttasal Giljaskóla verða sem hér segir;
Þriðjudagur 8. apríl kl. 17:00 sýning stuttmynda nemenda í 8. - 10. bekk; afrakstur stuttmyndadaga.
Miðvikudag 9. apríl kl. 17:00 sýna: Sérdeild, 3. bekkur, 5. bekkur og 7. bekkur.
Fimmtudag 10. apríl kl. 17:00 sýna: Sérdeild, 1. bekkur, 2, bekkur, 4. bekkur og 6. bekkur.
Lesa meira
12.03.2025
Á morgun, fimmtudaginn 13. mars munu nemendur í 9. og 10. bekk fara á Starfamessu í Háskólanum.
Lesa meira
28.02.2025
Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.
Lesa meira
26.02.2025
Bingó í Giljaskóla 3. mars kl. 17:00 ....
Lesa meira
25.02.2025
Frábær undankeppni Upphátt fór fram á sal skólans 24. febrúar það voru 13 mjög frambærilegir lesarar sem tóku þátt og stóðu þau sig öll frábærlega. Það voru þau Kría Steinunn Hjaltadóttir og Grettir Georgsson sem báru sigur úr bítum og munu keppa í aðalkeppninni þann 18. mars. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og öllum öðrum nemendum í 7.bekk til hamingju með góðar framfarir.
Lesa meira