Fréttir

Göngum í skólann hefst í dag 3. september

Miðvikudaginn 3. september hefst átakið "Göngum í skólann" sem stendur yfir í einn mánuð. Tilgangur átaksins er að efla heilsu og hreyfingu nemenda með því að hvetja nemendur til að nota virkan ferðamáta, draga úr umferð við skólann og stuðla að umhverfisvitund.
Lesa meira

Útivistardagur 29. ágúst

Mjög góð veðurspá á morgun og því var ákveðið að færa útvistardaginn, verður hann því á dagskrá hjá okkur á morgun föstudaginn 29. ágúst og fellur því sundkennsla niður hjá 1. - 4. bekk
Lesa meira

Útivistardagur 29. ágúst í Giljaskóla

Útivistardagur verður í Giljaskóla föstudaginn 29. ágúst. Yngsta stig 1.-4. bekkur leikir á Vættagilstúni Miðstig 5. og 6. bekkur hjólferð í Kjarnaskóg Unglingastig 7.-10. bekkur val um 1. Göngutúr Fálkafell, 2. Göngutúr Lögmannshlíðarhringur, 3. Hjólaferð á Hrafnagil. Nemendur mæta 8:10 í skólann og fara heim þegar skóla lýkur samkvæmt stundaskrá árganga.
Lesa meira

Peysusala 10. bekkjar í forstofu frá 14:30-16:30

10. bekkur verður með peysusölu og sundpoka mátun skoðun þessa viku mánd. til föstudags í forstofunni á framhlið skólans, syðri forstofan frá klukkan 14:30-16:30 verð á peysu með nafni barns 9100 kr án nafns 7300 og sundpokinn á 1800. Þau eru með posa.
Lesa meira

Skólasetning 22. ágúst kl.9.00 í íþróttahúsi Giljaskóla

Skólasetning 22. ágúst kl.9.00 í íþróttahúsi Giljaskóla fyrir nemendur í 2.-10. bekk.
Lesa meira

Peysusala á skólasetningu 22. ágúst- fjáröflun 10. bekkjar

Nemendur 10. bekkjar munu selja skólapeysur/hettupeysur og einnig sundpoka með merki skólans á skólasetningardag 22. ágúst og eftir hádegi vikuna 25-29, nákvæmari tímasetning kemur síðar.
Lesa meira

UNICEF

Mánudaginn 26. maí fór fram árleg Unicef Hreyfing í Giljaskóla. Markmiðið er að safna áheitum fyrir að leysa hreyfiþrautir og verkefni. Í ár var safnað fyrir börnum sem búa við stríð. Hægt er að styðja framtakið á https://sofnun.unicef.is/teams/giljaskoli-2025 Í Giljaskóla er starfandi réttindaráð Unicef sem samanstendur að mestu af nemendum skólans á ólíkum aldri en eitt af verkefnum þeirra í vetur var að undirbúa þennan viðburð. Nemendur og starfsfólk tóku vel á því þennan dag, lærðu heilmikið og skemmtu sér einnig vel.
Lesa meira

Brunaæfing í Giljaskóla 27. maí 2025

Í dag, 27. maí var haldin brunaæfing í Giljaskóla. Í stuttu máli gekk rýmingin eins og í sögu, allir öruggir með sitt hlutverk. Að þessu sinni mætti slökkviliðið með körfubíl og ,,bjargaði" 10. bekk út um glugga á þriðju hæð skólans.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk 2025

Í matsal skólans fór fram Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk í gær, 20. maí. Þetta var sérstök stund þar sem ungir lesendur sýndu ótrúlega færni sína í upplestri ljóða og þulna fyrir framan stóran hóp áhorfenda. Nemendur höfðu æft sig af mikilli kostgæfni undanfarna mánuði og það skilaði sér í glæsilegum flutningi. Raddir þeirra bárust skýrt og greinilega um salinn þegar þau fluttu fjölbreytt úrval af íslenskum ljóðum og þulum. Það var augljóst að krakkarnir höfðu lagt mikla vinnu í æfingar og túlkun textanna.
Lesa meira

Fiðringur 2025

Fiðringur 2025 fór fram í Hofi miðvikudaginn 7. maí 2025 Nemendur í valgreininni Fiðringur áttu frábært atriði á Fiðring 2025.
Lesa meira