Fréttir

Guðríður tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna

Guðríður Sveinsdóttir, kennari við Giljaskóla, hefur verið tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi kennari. Það er mikill heiður fyrir kennara að fá slíka tilnefningu og við getum svo sannarlega verið stolt af Guðríði og vitum að viðurkenningin er verðskulduð. Afhending verðlaunanna fer fram á Bessastöðum miðvikudaginn 2. nóvember.
Lesa meira

Fundargerð foreldrafélagsins

Hér má sjá fundargerð frá síðasta stjórnarfundi Foreldrafélagsins sem var haldinn 29. sept. 2022
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Foreldrafélagið boðar til aðalfundar mánudaginn 17 oktober kl 20:00 í sal Giljaskóla. Nánari dagskrá verður send í tölvupósti til foreldra þegar nær dregur.
Lesa meira

Framhaldssaga á netinu

Í dag, 3. okt., hófst hin æsispennandi og hrollvekjandi framhaldssaga Dauð viðvörun eftir Ævar Þór Benediktsson á síðunni https://www.skolaslit.is/ Athugið að sagan hentar ekki viðkvæmum sálum né ungum börnum. Hún er talin henta best fyrir mið- og unglingastig. Nýr kafli kemur inn hvern virkan dag í október. Hægt að lesa og hlusta undir flipanum sagan á vefsíðunni. Bókin með sögunni síðan í fyrra er komin út og mætt á safnið! Góða skemmtun!
Lesa meira

Rave-ball

Posi á staðnum
Lesa meira

Nemendur tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Í dag, miðvikudaginn 28. september, tóku nemendur Giljaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ en hlaupið hefur verið árlegur viðburður hjá okkur undanfarin ár. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skóla til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Það var stemning í nemendum og starfsfólki, enda veðrið gott og úrvals tónlist í græjunum. Eftir hlaupið var nemendum boðið að gæða sér á ávöxtum. Okkur reiknast til að nemendur Giljaskóla hafi hlaupið samtals um 1260 km. í dag. Glæsilegur árangur það!
Lesa meira

Vel heppnuðum þemadögum hjá 1. - 7. bekk lokið

Síðustu þrjá daga hafa staðið yfir skemmtilegir og lærdómsríkir þemadagar í 1. - 7. bekk. Ákveðið var að taka sjálfbærniþemað sem stendur nú yfir enn lengra og flétta við vísindi og sköpun. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum á ólíkum stöðvum, þar sem þeir m.a. lærðu um endurnýtingu og neyslu. Svo fengu allir nemendahópar þá áskorun að brjótast út úr "Break out herbergi" með því að leysa þrautir sem tengjast viðfangsefninu. Nemendur útbjuggu mylluspil úr steinum, veggteppi um sjálfbærni og stóra mandölu á vegg til að setja í jógarýmið. Einnig mátti sjá nemendur gera stuttmyndir um sjálfbærni og fara í spennandi vísindaverkefni með heimatilbúnum eldflaugum og bílum. Nemendur virtust njóta sín vel í námi og leik undanfarna daga og vonandi sjáum við árangur í aukinni umhverfisvitund í framhaldinu.
Lesa meira

Bíllausi dagurinn: nemendur hrósa starfsfólki

Fimmtudaginn 22. september var allt starfsfôlk Kiðagils og Giljaskóla hvatt til að ferðast til og frá vinnu með umhverfisvænum hætti í tilefni af bíllausa deginum. Flest starfsfólk tók áskoruninni fagnandi og skildi bílinn eftir heima. Nemendur 6. bekkjar gáfu því starfsfólki heilsudrykk og hrósmiða að launum.
Lesa meira

Regnbogafáninn dreginn að húni

Í morgun drógu nokkrir nemendur regnbogafánann að húni hér við Giljaskóla. Regnbogafáninn er táknrænt merki þess að við fögnum fjölbreytileikanum og viðurkennum ólíka einstaklinga. Á vefsíðu hinsegindaga segir: Frá því að regnbogafáninn varð að tákni í baráttu hinsegin fólks hafa margir aðrir gert fánann að tákni sínu. Gilbert Baker, hönnuður fánans, hefur sagt í fjölda fyrirlestra að fáninn sé eign allra sem berjist fyrir mannréttindum hvar sem er í heiminum.
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning Giljaskóla fyrir nemendur í 2-10. bekk verður í íþróttasal Giljaskóla mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Gert er ráð fyrir að skólasetning taki hálfa til eina klukkustund. Nemendur 1. bekkjar og foreldrar þeirra verða boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennurum 22. og 23. ágúst. Frístund opnar kl. 9:30 á skólasetningardag fyrir þau börn sem þar eru skráð. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst hjá 2. - 10. bekk, en hjá 1. bekk miðvikudaginn 24. ágúst. Valgreinar á unglingastigi hefjast vikuna eftir.
Lesa meira