Fréttir

Skólaslit 3. júní

Skólaslit 1. - 9. bekkjar og sérdeildar: Nemendur mæta í íþróttasal Giljaskóla kl. 9:00 en fara síðan í stofur til að kveðja samnemendur og umsjónarkennara. Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir. Útskrift 10. bekkjar: Útskrift 10. bekkjar verður í íþróttasalnum kl. 16:00.
Lesa meira

Samþætting námsgreina og rjóðrið

Að undanförnu hafa nemendur 5. bekkjar verið í spennandi verkefni þar sem þau samþætta nám í stærðfræði, sköpun, náttúrufræði og grenndarnámi. Krakkarnir byrjuðu á að fá fyrirmæli um hvernig hyrning þau áttu að gera. Þau teiknuðu hann á blað og mældu ummál og flatarmál. Þau fengu síðan að vita hversu djúpt steypumótið átti að vera og þá gátu þau reiknað rúmmálið. Nemendur útbjuggu síðasn steypumót. Þeir steyptu síðan hellur, skreyttu þær og gerðu eldstæði í skógarrjóðrinu okkar. Samhliða þessu var unnið með náttúrufræði, nemendur hlustuðu á stutt podcast um hvaða dýr lifa í skóginum. Krakkarnir gerðu svo allskonar hús fyrir dýrin í rjóðrinu. Vinnunni lauk með því að leira dýr og skrifa um þau sögu. Við hvetjum nemendur til að bjóða foreldrum með sér í göngutúr í rjóðrið til að skoða afraksturinn!
Lesa meira

Æfum rýmingu

Eins og fram kemur í öryggisáætlun Giljaskóla ber okkur að æfa rýmingu á skólahúsnæðinu með reglubundnum hætti. Í vetur höfum við verið að endurskoða rýmingaráætlun okkar og í kjölfarið höfum við haldið tvær rýmingaræfingar með stuttu millibili. Æfingarnar gengu afar vel og tekur stuttan tíma að rýma húsnæðið þar sem starfsfólk og nemendur kunna sitt hlutverk vel.
Lesa meira

Nemendur gæða skólalóðina lífi

Nemendur á mið- og unglingastigi hafa undanfarna daga verið að mála ýmis form á skólalóðina svo hægt sé að vera í ýmsum skemmtilegum leikjum, s.s. pókó, twister og parís. Svo hafa þau útbúið langa og flotta þrautabraut. Það eru list- og verkgreinakennarar sem hafa aðstoðað þau við verkið og Slippfélagið styrkti þau með skærlitaðri málningu. Sjá má fleiri myndir á Instagramsíðu sjónlista Giljaskóla
Lesa meira

Sérdeild Giljaskóla fær sýndarveruleikagleraugu að gjöf

Þann 28. apríl kom góður gestur í sérdeild Giljaskóla. Hann heitir Piotr Loj og erindi has var að færa deildinni sýndarveruleikagleraugu frá Góðvild og Virtual Dreams Foundation. Í heimsókninni kynnti hann þau tækifæri sem gleraugun geta skapað, fræddi starfsfólkið og kenndi á gleraugun. Við erum öll afar þakklát fyrir þessa rausnarlegu og góðu gjöf sem býður upp á margt skemmtilegt og spennandi og endalausar upplifanir. Það er frábært að fá tækifæri til að nýta þessa einstöku tækni fyrir nemendur okkar.
Lesa meira

Nemendur 6. bekkjar byggja íslenskar byggingar í Minecraft

Á dögunum var 6. bekkur með Minecraft dag, en þá fengu nemendur það verkefni að velja sér byggingu á Íslandi til að byggja í Minecraft. Nemendur höfðu mjög gaman af og stóðu sig frábærlega og unnu sumir í sínu verkefni allan skóladaginn. Á meðfylgjandi mynd má sjá hve þeim Magneu Ýr og Guðnýju tókst vel til.
Lesa meira

7. bekkur Giljaskóla hafnaði í 8. sæti í Word Mania

Árlega er haldin gríðarstór keppi á heimsvísu í boði Literacy Planet. Keppnin kallast Word Mania og snýst um að búa til eins mörg orð á ensku og hægt er úr fyrirframgefnum stöfum. 7. bekkur komst áfram í úrslit en einungis 50 skólar komast áfram. Þetta er í annað sinn sem þessi árgangur tekur þátt og hafnaði hann í 8. sæti þetta árið. Þetta er gríðarlega góður árangur hjá krökkunum og erum við mjög stolt af þeim. Við óskum þeim innilega til hamingju ❤️
Lesa meira

Viðurkenning

Á föstudag fór fram viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs til starfsmanna sem skara fram úr í sínu starfi. Ásdís Elva okkar fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi kennsluhætti og óskum við henni innilega til hamingju.
Lesa meira

Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs

Á föstudag fór fram viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs til starfsmanna sem skara fram úr í sínu starfi. Ásdís Elva okkar fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi kennsluhætti og óskum við henni innilega til hamingju.
Lesa meira

ABC börnin og söfnunin

Í apríl vorum við með söfnun fyrir börnin okkar, dreng að nafni Ibrahim Famba Mohamed og stúlku, Kevine Jenneth Akello. Þau búa bæði í Uganda og fá styrk frá okkur svo þau geti gengið í skóla og fengið þar máltíð og heilsugæsluþjónustu. Við þurftum að safna 84 þúsund til að styrkja þau í eitt ár en við gerðum enn betur eða 130 þús kr. Fyrir söfnun var ákveðið að umfram peningur yrði til styrktar börnum í Úkraínu. Unicef stendur fyrir söfnun og ætlum við að styrkja hana. Undanfarin ár hefur verið smá afgangur af hverri söfnun og verður hann nýttur núna og því getum við lagt til 100 þúsund.
Lesa meira