Dagur læsis og upphaf lestrarátaks
Alþjóðlegur dagur læsis er mánudaginn 8. september og af því tilefni ætlum við að gera lestrinum enn hærra undir höfði.
Við ætlum að hafa sérstaka lestrarstund í skólanum þann dag þar sem allir lesa á sama tíma. Þeir sem vilja mega grípa með sér bók að heiman til að lesa í.
Einnig ætlum við að fara af stað með lestrarátak sem stendur yfir í 10 daga þar sem við hvetjum alla til að lesa í minnst 15 mínútur á dag. Fyrir hverjar 15 mínútur fá nemendur eitt laufblað sem þeir setja svo á sameiginlegt tré.
