Göngum í skólann hefst í dag 3. september

Miðvikudaginn 3. september hefst átakið "Göngum í skólann" sem stendur yfir í einn mánuð. Tilgangur átaksins er að efla heilsu og hreyfingu nemenda með því að hvetja nemendur til að nota virkan ferðamáta, draga úr umferð við skólann og stuðla að umhverfisvitund.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samtarfsaðilum ræsir verkefnið Göngum í skólann í nítjánda sinn í dag, miðvikudaginn 3. september. Átaksverkefnið er orðið að árlegum viðburði í mörgum skólum og býður upp á lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um umferðarreglur, öryggi og umhverfismál. Göngum í skólann líkur miðvikudaginn 1. október, sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn. Samstarfs og styrktaraðilar Göngum í skólann eru European Commission, Samgöngustofa, Heimili og skóli, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri og Sysavarnarfélagið Landsbjörg.