Fiðringur 2025

Nemendur í valgreininni Fiðring áttu frábært atriði á Fiðring 2025. Að þessu sinni tóku 7 skólar þátt, alveg frá Grunnskóla norðurlands vestra til Borgarhólsskóla á Húsavík. Að þessu sinni voru atriðin mjög fjölbreytt og tóku á hinum ýmsu málum sem unglingar í dag eru að velta fyrir sér. Alex Kolka nemandi Giljaskóla fékk sérstök verðlaun fyrir mynd sem hann teiknaði á þátttakenda- og starfsmannapassa Fiðrings. Við óskum honum innilega til hamingju með það árangurinn.

Atriði okkar nemenda fjallaði um af hverju maður má ekki bara vera eins og maður er? Þau stóðu sig frábærlega vel og komu sínum skilaboðum mjög vel til skila. Við óskum þeim kærlega til hamingju með frammistöðu sína.