Fréttir

Skólastarf verður á morgun, fimmtudag 12. des 2019

Skólahald verður hjá okkur eins og í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá. Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið hægar að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él. Þið foreldrar metið að sjálfsögðu ykkar aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið sýnum við því skilning. Við óskum þó eindregið eftir að vera látin vita svo við vitum af börnunum á öruggum stað.
Lesa meira

Allt skólahald fellur niður á Akureyri í dag

Allt skólahald fellur niður í dag, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Skólahald fellur niður til hádegis á morgun

Vegna veðurs og aðstæðna fellur allt skólahald niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember. Staðan verður tekin kl. 10 í fyrramálið varðandi framhaldið. Foreldrar fá póst þegar nánari ákvörðun hefur verið tekin varðandi skólahald eftir hádegið. Ekki er gert ráð fyrir hádegismat í skólanum.
Lesa meira

Svalasöngur í Giljaskóla

Svalasöngur er yndisleg jólahefð hér í Giljaskóla. Þá kemur allur skólinn saman á göngum og svölum skólans og syngur saman jólalög með Röggu sem forsöngvara, Siggu Huldu tónmenntakennara á píanó og Jón Baldvin fyrrverandi skólastjóra á gítar. Hvert sinn er sungið í 10-15 mínútur og virðast flestir hafa virkilega gaman af.
Lesa meira

Skólahald fellur niður frá kl. 13

Skólahald fellur niður á Akureyri frá kl. 13. Frístund lokar einnig þá. Við mælumst til að foreldrar barna í 1. - 4. bekk sæki börn sín og óskum eftir að þeir foreldrar sem ætla að sækja eldri börn láti okkur vita svo við getum komið skilaboðum til þeirra. Senda má póst til Kristínar skólastastjóra, kristinj@giljaskoli.is., Ekki hefur verið tekin ákvörðun varðandi morgundaginn, við látum ykkur vita um leið og ákvörðun liggur fyrir.
Lesa meira

Börnin bjarga

Þessa dagana taka nemendur 10. bekkjar þátt í verkefninu ,,börnin bjarga“. Tilgangur verkefnisins er að kenna nemendum í 6. til 10. bekk endurlífgun, markvisst og árlega. Rannsóknir sýna að slík kennsla eykur fjölda þátttakenda í endurlífgun umtalsvert og bætir lífslíkur í kjölfar hjartastopps utan spítala svo um munar. Markmiðið er að öll börn sem útskrifast úr grunnskóla kunni að bregðast við hjartastoppi og beita hjartahnoði og bjarga þannig mannslífum.
Lesa meira

Símalaus vika 9. - 13. des.

Vikuna 9. - 13.desember verður símalaus vika í öllum skólum Akureyrar. Við í Giljaskóla erum að sjálfsögðu með í því. Það þýðir að nemendur eiga ekki að vera með símana á lofti í frímínútum en unglingastigið hefur mátt það þar sem þau eru inni. Nemendur á miðstigi og yngstastigi, sem eru með síma, passa að hafa hann á flugstillingu, slökt á hljóði eða slökt á símanum á meðan að skóla stendur. nemendaráð skólans hefur undirbúið dagskrá fyrir unglingastigið til að skemmta sér við í frímínútum.
Lesa meira

2. desember - samkoma í tengslum við fullveldisdaginn og skreytingadagur

Mánudaginn 2. des kemur allur skólinn saman í íþróttasal skólans kl. 8.50 til að eiga huggulega stund saman, syngja og hlýða á fróðleik í tengslum við fullveldisdaginn. Að þessu sinni verður þetta ekki sparifatadagur, m.a. vegna þess að þennan dag notum við líka til að föndra og skreyta skólann.
Lesa meira

Heimsókn bæjarfulltrúa

Þann 13. nóvember, komu þrír bæjarfulltrúar í heimsókn. Þeir voru með opinn viðtalstíma fyrir nemendur þar sem þeim gafst kostur á að ræða þau málefni sem þeim brennur á hjarta. Heimsóknin var liður í viðburðum vegna viku barnsins sem haldin var hátíðleg vegna 30 ára afmælis Barnasáttmálans. Nemendur skólans stóðu sig með prýði, þau voru rokkstjörnur! Meðal málefna sem voru rædd, voru umhverfismál, samgöngur, jafnt aðgengi að tómstundum, sorphirðumál og aðstaða
Lesa meira

Barnabókahöfundar í heimsókn

Undanfarið hafa barnabókahöfundar heimsótt Giljaskóla og lesið upp úr nýútkomnum bókum sínum. Nemendur tóku vel á móti höfundum og tilhlökkun er mikil að lesa þessi nýju verk. Nýjar barnabækur verða til sýnis á bókasafninu á aðventunni þar sem þær verða einnig kynntar fyrir hverjum bekk með tilheyrandi jólastemmningu eins og venja er og lánaðar út eftir jólafrí. Þeir höfundar sem komið hafa eru:
Lesa meira