Skólahald til og með 1. desember

Nú færumst við nær því að skólastarfið komist aftur í hefðbundið horf. Þó þurfum við að halda út aðeins lengur eða fram til 2. desember og sjá þá hver fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda verða þá. Frá og með næsta mánudegi til og með 1. desember gerum við nokkrar breytingar á skipulaginu sem sjá má hér fyrir neðan:

Skólabyrjun og skólalok

  • Sérdeild 8:30 - þar til skóladegi lýkur skv. stundaskrá. 
  • 1. - 4. bekkur 8:10 - 12:50 (óbreytt frá fyrri viku)
  • 5. - 6. bekkur 8:20 - 13:10 (breyting frá fyrri viku)
  • 7. bekkur 8:10 - 13:00 (breyting frá fyrri viku)
  • Unglingastig mætir í tvískiptum hópum fyrir og eftir hádegi. Hópar sem eru fyrir hádegi byrja kl. 8:10 og eru til 11:50 en þeir sem eru eftir hádegi byrja skóladaginn kl. 12:10 og eru til 15:50. Nemendur unglingastigs þurfa að vera með grímur þegar þeir koma í skólann því þeir þurfa að bera þær í anddyri og öðrum opnum svæðum. Þar sem hægt er að hafa 2 m milli nemenda (s.s. í skólastofu) er grímuskyldu aflétt. Við hvetjum þá sem eiga fjölnota grímur heima að nota þær. Nemendur unglingastigs hafa val um að fara út í frímínútum (og þurfa þá ekki að vera með grímur úti) eða vera inni í skólastofunni. 
  • Stundaskrá 8. bekkjar
  • Stundaskrá 9. bekkjar
  • Stundaskrá 10. bekkjar

Frístund

Þeir sem eru að sækja börn í frístund athugið að 1. og 3. bekkur eru sótt við inngang frístundar og 2. bekkur verður til kl. 15:00 við norðvestur inngang en eftir kl. 15:00 við inngang frístundar. Nemendur sérdeildar eru áfram sóttir við norðaustur inngang (nemendaálma).

Hádegismatur

Boðið verður upp á hádegismat fyrir 1. - 7. bekk. Þetta getum við gert með því að tvískipta salnum og lengja þann tíma sem maturinn stendur yfir. Mjólkuráskrift verður aftur í boði.

Íþrótta- og sundkennsla

Íþrótta- og sundkennsla hefst að nýju hjá 1. - 7. bekk. Ekki er þó gert ráð fyrir að nýta búningsklefa í íþróttum hjá 1. - 6. bekk svo nemendur þurfa ekki sérstakan íþróttafatnað. Nemendur 7. bekkjar nota búningsklefana og koma því með íþróttafatnað og handklæði. 

Frímínútur og hólfaskipting

Nemendur í 1. - 4. bekk eru í 50 manna hólfum sem þýðir að litið er á einn árgang sem eitt hólf. Í 5. - 7. bekk eru nemendur 25 manna hólfum þannig að hver árgangur er tvískiptur. Frímínútur færast í hefðbundið form og gildir ekki hólfaskipting þar. Nemendur nota einnig sýna venjulegu innganga.