Giljaskóli hlýtur viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef

Hér má sjá nemendur 2. bekkjar skrifa á viðurkenningarskjalið sitt
Hér má sjá nemendur 2. bekkjar skrifa á viðurkenningarskjalið sitt

Í dag, á alþjóðlegum réttindadegi barna, hlaut Giljaskóli viðurkenningu sem réttindaskóli UNICEF eftir rúmlega eins árs innleiðingarstarf. Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda upp á daginn á sal skólans eins og við hefðum helst kosið, en í staðinn var í hverjum bekk spilað stutt myndskeið með nokkrum orðum frá framkvæmdastjóra Unicef og skólastjóra. Unnin voru ýmis verkefni tengd barnasáttmálanum í öllum bekkjum. Fulltrúar nemenda í réttindaráði skólans fengu sérstaka viðurkenningu fyrir sín störf og allir árgangar fengu viðurkenningarskjal sem þeir skrifuðu undir. Loks var nemendum boðið upp á skúffuköku í tilefni dagsins.

UNICEF hefur verið duglegt að deila ýmsu sniðugu frá starfinu í Giljaskóla á samfélagsmiðlum sínum en instagram reikninginn þeirra má nálgast hér. RÚV kom einnig í heimsókn og tók upp myndskeið og myndir og tók viðtöl við nokkra nemendur í réttindaráði. 

Við stjórnendur viljum þakka réttindaráði skólans og réttindaskólanefnd fyrir frábær störf í innleiðingarferlinu og við undirbúning þessa dags. Við gleðjumst sannarlega yfir þessum mikilvæga áfanga og vonum að starfshættir okkar munu bera merki réttindaskóla um ókomna tíð.