Öryggi nemenda í Giljaskóla

Allir geta verið sammála um nauðsyn þess að tryggja öryggi barna á leið í og úr skóla.

Við biðlum til ykkar um að huga vel að öryggi barnanna á leið í og úr skóla. Giljaskóli er fjölmennur vinnustaður, hér eru um 400 nemendur og hér starfa um 80 starfsmenn. Auk þess deilum við að hluta til bílastæðum með leikskólanum Kiðagili og er mikil umferð þar á morgnana.

Nú er skammdegið skollið á og því er dimmt þegar nemendur koma í skólann á morgnana og því viljum við hvetja ykkur til að tryggja að börnin séu með endurskinsmerki.

Einnig þurfum við sem mest við getum að minnka umferð á skólalóðinni. Margir nemendur eru keyrðir að skólanum og þetta skapar hættu hjá þeim sem eru að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Við hvetjum til að börn innan hverfisins komi gangandi eða hjólandi (þá með ljós að framan og aftan) og þeir nemendur sem koma úr öðrum hverfum nýti strætó ef hægt er. 

Það er auk þess lýðheilsu- og umhverfismál að venja sig á að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur. Lengi býr að fyrstu gerð.